fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Furðusögur úr einkavæðingunni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 13. apríl 2010 22:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því hefur verið haldið fram margsinnis á þessum síðum og í Silfri Egils í gegnum árin – allt frá tímanum að það var á Stöð 2 – að það hefði verið eintómt sjónarspil þegar þýska fjármálafyrirtækið Hauck und Aufhauser dúkkaði upp sem einn af kaupendum Búnaðarbanka. Áður hafði verið talað um að franski stórbankinn Societé Générale væri meðal kaupenda.

Ég man að við Vilhjálmur Bjarnason áttum tvö nokkuð ítarleg samtöl um þetta á sínum tíma.

Þessu var alltaf harðlega mótmælt – og það var meira að segja pöntuð skýrsla frá Ríkisendurskoðun þar sem staðhæft var að þetta væri allt í lagi.

Ýmislegt hefur reyndar komið á daginn sem bendir til þess að lítið hafi verið að marka þá stofnun. Kattaþvottur virðist hafa verið ein sérgrein hennar.

Nú staðfestir fyrrverandi viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, loks að rétt fyrir undirskrift hafi komið í ljós að kaupandinn var lítið og óþekkt þýskt fjármálafyrirtæki en ekki franskur stórbanki. Þetta hafi verið með ólíkindum, en samt hafi hún skrifað undir.

Sigurjón Árnason, sem á þeim tíma var yfirmaður hjá Búnaðarbankanum, segir um þessi viðskipti fyrir framan rannsóknarnefndina:

[Þ]essi útlenski banki sem átti að vera Hauck & Aufhäuser sem var einhver lítill prívatbanki í Þýskalandi sem enginn hafði heyrt á minnst og hafði í rauninni enga getu til þess að taka þátt í, jafnvel þó að Búnaðarbankinn væri ekkert sérstaklega stór. Þess vegna fannst okkur þetta alltaf skrýtið þegar þetta var að gerast. Upphaflega átti að vera Société Générale sem það þótti […] þetta var allt eitthvað rosalega skrýtið.

[…]og maður hitti hann og maður upplifði það að hann hefði alveg eins getað hafa verið að kaupa ísbúð, hann vissi ekkert hvað hann var að kaupa. Það var algjörlega sénslaust að hann hafi verið að leggja svona mikla peninga undir þannig að ég hef alltaf verið sannfærður um það að þetta var bara einhvers konar framvirkur samningur, eða eitthvað slíkt, sem að, eða einhvers konar útfærsla þar sem hann var bara fulltrúi fyrir aðra aðila.

Hér er mynd af Finni Ingólfssyni og Ólafi Ólafssyni þar sem þeir aka sigri hrósandi burt með Búnaðarbankann. Myndin er eftir Þorkel Þorkelsson ljósmyndara og birtist í Morgunblaðinu, ein af merkustu fréttamyndum síðari ára á Íslandi.

GLPGKQ2V3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi