fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Keflavíkurganga 1976

Egill Helgason
Mánudaginn 8. mars 2010 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á netinu fann ég þessa mynd frá því sumarið 1976. Þarna er 17 ára unglingur að ganga í Keflavíkurgöngu, hann er mjög mjór, hefur greinilega orðið heitt á göngunni því hann er bara á skyrtunni.

Þetta var mjög skemmtileg ganga, veðrið var gott og mikil stemming. Þetta var langfjölmennasta Keflavíkurgangan. Þegar hún kom niður í bæ voru göngumenn líklega orðnir hátt í tuttugu þúsund. Þetta var á tímanum þegar afstaðan til herstöðvarinnar í Keflavík var ennþá aðalmálið á Íslandi og klauf þjóðina í fylkingar. Það voru samin mörg lög um þetta og sungin mörg vond ljóð um „finngálknin í vestri“. Pólitíkin var að mörgu leyti einfaldari og fyrirsjáanlegri í þá daga. Þeir sem voru til hægri vildu hafa herinn og Nató og Efta, en þeir sem voru til vinstri vildu ekkert af þessu.

Þetta var í eina skiptið sem ég gekk í Keflavíkurgöngu. Og ég missti líka af ýmsum merkum uppákomum þar sem ýmsir vinir mínir og kunningjar komu við sögu, eins og 1979. Um að leyti var mér alveg orðið alveg hjartanlega sama hvort herinn væri eða færi – enda tókst mér að hafa nánast engan áhuga á pólitík frá átján ára aldri og fram undir þrítugt.

Ég er líka alvarlega að hugsa um að missa stjórnmálaáhugann aftur einhvern daginn. Það er ágæt tilhugsun.

En hérna er semsagt myndin, ég veit ekki hver tók hana eða hvernig stendur á því að hún birtist allt í einu núna, ég hef ekki séð hana áður. Þið getið stækkað hana með því að smella.

tumblr_kyveodikpc1qzppte

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?