Forsvarsmenn Haga hafa alltaf látið eins og það sé góðgerðastarfsemi hjá þeim að selja mjólk undir kostnaðarverði, en ekki liður í að drepa samkeppni á matvörumarkaði.
Þeir þykjast ekki skilja úrskurð samkeppnisstofnunar sem nú hefur verið staðfestur með dómi héraðsdóms.
Svo spyr maður hvort þeir sem fá á sig svona dóma séu endilega best fallnir til að reka stærstu matvöruverslanir á Íslandi?
Menn láta hérna eins og það séu einhvers konar geimvísindi að reka búðir – og að það sé Bónus sem hafi fært alþýðu manna stórkostlegar kjarabætur.
Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er þróun sem hefur orðið um allan hin vestræna heim. Matvara hefur lækkað, og hlutur matar í útgjöldum heimila hefur dregist saman. Hann var eitt sinn kringum 50 prósent en hefur lækkað niður í kringum 15 prósent.
Tölur frá öðrum löndum eru svipaðar, í norskum sjónvarpsþætti sem ég sá um daginn var sagt að þessi tala væri komin í 11 prósent.
Og samt hafa þeir ekki Bónus í Noregi.
Í framhaldi af því minni ég á viðtal við Friðrik G. Friðriksson sem fór fram í Silfri Egils í október síðastliðinum. Þar er meðal annars minnst á verðstríðið sem varð til þess að Hagar fengu á sig umræddan dóm. Það er hér í tveimur hlutum:
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=Qk6R44cMYBs]
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=-grXJLFBgkg&feature=related]