fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Útvegsmenn og Deloitte

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. febrúar 2010 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvegsmenn veifa skýrslu frá endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte sem segir að fyrningarleiðin leiði til gjaldþrots þeirra.

En ekki til dæmis skuldir útgerðarinnar sem eru metnar á að minnsta kosti 550 milljarða króna. Sem þýðir í raun að útgerðin er að veiða og veiða upp í skuldirnar sem hún hefur stofnað til.

Nema að lán fáist afskrifuð í stórum stíl. Gengið er reyndar afskaplega hagstætt útgerðinni á þessum tíma – nokkuð á kostnað margvíslegra annarra umsvifa í samfélaginu.

Deloitte er þó ekki alveg hlutlaus aðili í þessu máli. Fyrirtækið unnið mikið fyrir útgerðir í gegnum tíðina, eiginlega sérhæft sig í því. Í ljósi þess hvernig útgerðin er stödd – og þeirra fjármuna sem hafa runnið út úr greininni má spyrja hvort öll sú ráðgjöf hafi verið góð.

Lengi vel var reyndar einn eigandi Deloitte, Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, en í þeim banka er mikið af skuldum sjávarútvegsins.

Svona hafa hlutirnir tilheigingu til að bíta í skottið á sér á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“