Nú er tilkynnt að hrunskýrslan verði ekki birt fyrr en í lok febrúar. Það ekki heppilegt. Það er kominn tími til að eitthvað af niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar birtist.
Það er sagt að ný atriði hafi komið fyrir sjónir nefndarmanna.
Hvað skyldi það vera? Tengist það með einhverjum hætti andmælum þeirra sem koma við sögu í skýrslunni?
Eins og staðan er lítur út fyrir að skýrslan verði birt og svo verði kosið um Icesave sirka viku síðar.
Það verður þá að vera svoleiðis.
Undir engum kringumstæðum má skýrslan birtast eftir atkvæðagreiðsluna.
Því það er aldrei að vita nema í henni sé efni sem getur haft áhrif á afstöðuna til Icesave.