fbpx
Mánudagur 26.maí 2025
Eyjan

Að greiða atkvæði með buddunni

Egill Helgason
Mánudaginn 18. janúar 2010 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið vandlifað á Íslandi núna.

Hér eru unnvörpum fyrirtæki sem maður vill alls ekki versla við – af ýmsum ástæðum.

Helst vildi ég hvergi kaupa matvöru nema í Kjötborg og Melabúðinni. Fjarðarkaup eru of langt í burtu.

Og svo er það bensínið. Maður kaupir hjá einu olíufélagi, svo breytist eignarhaldið kannski snögglega, og þá langar mann það ekki lengur.

Eða símafyrirtækin? Þar hafa hvimleiðustu útrásarvíkingarnir raðað sér á garðann.

Það skiptir kannski ekki máli í hinu stóra samhengi hvar maður verslar. Hér í eina tíð var til fólk sem lagði sig í líma við að kaupa til dæmis aldrei neitt hjá Sambandinu. Og svo voru aðrir sem forðuðust Kolkrabbafyrirtækin eins og pestina.

Og er það ekki þetta sem frjáls markaður gengur út á – að greiða atkvæði með buddunni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt