fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Eyjan

Sýn prófessors

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. janúar 2010 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nú svo að allar mælingar á viðhorfum íslensku þjóðarinnar sýna að hún vill velferðarkerfi, en til dæmis ekki kvótakerfi.

Ef við færum í þjóðarætkvæði um þessi mál, þá væri einboðið hver niðurstaðan væri.

Ragnar Árnason prófessor telur að Íslendingar hafi ekki efni á velferðarkerfi lengur en kvótkerfið í sjávarútvegi sé svo nauðsynlegt að ekki megi hrófla við því.

Við skulum íhuga hvernig þessi sýn prófessorsins lítur út.

Sjávarútvegurinn er þegar skuldsettur upp á meira en 500 milljarða króna. Það er búið að taka geysilegar fjárhæðir út úr honum og færa burt – mikið af því út úr landinu. Kvótabraskið er af mörgum talið eitt upphafið að þeirri frumstæðu græðgisvæðingu sem varð á Íslandi;  það myndaðist snögglega auðstétt í landinu – sem fékk mestu verðmæti á Íslandi gefins með einni stjórnvaldsákvörðun.

Ef við hefðum svo líka farið í það að leggja niður velferðarkerfið – þá kæmi mismununin líka fram í heilbrigðisþjónustu, menntun og grjótharðri stéttaskiptingu

Margt bendir þvert á móti til að lönd með velferðarkerfi séu betur í stakk búinn til að takast á við kreppu en önnur. Öryggisnetið kemur í veg fyrir að þeir sem missa vinnuna eða heilsuna eða verða fyrir öðrum skakkaföllum sökkvi alla leið til botns.

Má vera að það sé erfitt að reka velferðarkerfi í þessu árferði og að sums staðar þurfi að skera niður. En það var ekki velferðarkerfið sem setti þjóðina á hausinn.

En það má Ragnar svosem eiga að hann syndir á móti straumnum í sinni sturluðu frjálshyggju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri

Evrópuhreyfingin: Húsfyllir á aðalfundi – Magnús Árni tekur við formennsku af Jóni Steindóri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Jaðarsetningin er hafin að fullu á Íslandi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“

Vinstri græn skamma Moggann – „Til að taka af öll tvímæli“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þungt högg fyrir Demókrata

Þungt högg fyrir Demókrata
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“