Stofnaður hefur verið á Facebook hópur sem nefnist Sameiningarátak um framtíð Íslands.
Þessu fylgir eftirfarandi ávarp:
„Við förum fram á að allir stjórnmálaflokkar vinni saman í að leysa Icesave deiluna. Hér er gott tækifæri til að byggja upp málefnalega umræðu og vinnu. Hér er einnig úrræði fyrir alla stjórnmálamenn til fá traust þjóðarinnar aftur. Hættum öllum skotgrafaátökum. Horfum saman fram á veginn. Byggjum á gildum sem komu fram á Þjóðfundinum. Horfum til alþjóðaumræðunnar sem er nú okkur í vil. Vinnum með öðrum þjóðum sem eru einnig í vanda í Evrópu. Fáum fært fólk erlendis frá til að taka þátt í málamiðlun milli Íslands, Bretlands og Hollands. Tökum höndum saman til að bjóða afkomendum okkar bjarta framtíð!“
Síðu hópsins er að finna hérna.