Maður er að reyna að fylgjast með fréttum frá Haiti þar sem 7,3 gráðu jarðskjálfti reið yfir í dag. Það eru ekki enn farnar að berast myndir og frásagnir eru óljósar.
En þetta er staður sem má illa við slíkum náttúruhamförum. Ein fréttin segir að í höfuðborginni Port au Prince búi nú tvær milljónir manna, í borg sem hefur innviði fyrir 50 þúsund manns.
Þarna eru einhver verstu slömm í heimi. Verst mun vera Sólarborgin, Cité Soleil.
Saga Haiti er saga stanslausrar sorgar og hörmunga. Hræðilegs stjórnarfars, harðstjóra, morðsveita og hjátrúar.