fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Viðhorfsbreyting: Ekki ein á báti

Egill Helgason
Mánudaginn 11. janúar 2010 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkileg staða fyrir ríkisstjórn Íslands ef það er vandræðalegt fyrir hana að fá stuðning erlendis frá í Icesave málinu líkt og Financial Times heldur fram í dag.

Því hans verður mjög víða vart þessa dagana, sérstaklega í Hollandi og Bretlandi.

Útlent fólk sem ég talaði við í Silfrinu í gær lagði áherslu á að þetta væri ekki sérstaklega vandi Íslands, heldur líka annarra þjóða sem skulda.

Við værum alls ekki ein á báti og tregi okkar við að borga skuldir sem glæfralegir bankamenn stofnuðu til gæti verið fordæmi.

Íslensk stjórnvöld hefðu samþykkt fyrri Icesave samninga undir miklum þrýstingi, en nú væru viðhorfin hugsanlega að breytast.

Ég fékk þetta bréf í gærkvöldi frá Orra Steinarssyni sem hefur verið búsettur í Hollandi lengi:

„Sæll Egill,

Takk fyrir góðan þátt 10. janúar.
Ég fylgist reglulega með umræðunni um IceSave héðan frá Hollandi þar
sem ég hef búið í 20 ár. Ég er nánast staddur í miðju gini ljónsins og
hef auðvitað haft lúmskt gaman að
180 gráðu beygjunni í almenningsálitinu eftir að Wouter Bos kom fram í
fréttatímanum hér eftir að Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir
lögin. Hótanir og kúgun
virðast vera að snúast yfir í skilning og jafnvel réttlæti, allavega í
fjölmiðlum og hjá fræðimönnum. Pólitíkin hollenska er hinsvegar mjög
hljóð þessa síðustu daga og í þeirri þögn
felast ákveðin skilaboð.

Þátturinn þinn hefur alltaf verið sérlega gott innlegg  í umræðuna,
gestir þínir, þeirra skoðanir og sérþekking er í raun skildubókanám
fyrir alla þá sem vilja setja sig
inn í íslensk þjóðmál.

Eins og fram hefur komið á undanförnu þá er Ísland ekki lengur
afmarkað einkamál Íslendinga og þörfin fyrir að kynna málstaðinn
erlendis hefur aldrei verið meiri.
Ég velti því fyrir mér hvort að viðtalsþátturinn þinn ætti ekki að
vera textaður á ensku (í stað íslensku).
Það væri heilmikið PR, fyrir utan aðra augljósa kosti. Hefur þetta
verið rætt hjá RUV?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?