fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Bjarnfreðarson: Skemmtileg og úthugsuð

Egill Helgason
Mánudaginn 11. janúar 2010 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmuyndin Bjarnfreðarson er sérlega góð skemmtun. Hún bindur saman þræðina í sjónvarpsþáttunum á laglegan hátt – og ekki sakar að endirinn er góður. Þetta er kvikmynd sem lætur manni líða vel; maður fer brosandi út.

Ég er samt ekki frá því að við sem erum komin á miðjan aldur og sáum Þjóðviljann í bernsku njótum myndarinnar sérlega vel. Við höfum smá forskot á hina.

Þannig stóð ég mig að því á sýningunni að hlæja þar sem fáir aðrir hlógu – til dæmis bara yfir því að Olga Guðrún Árnadóttir hljómaði á grammófóni í bakgrunninum í einu atriðinu úr bernsku Georgs.

Jólin hjá fjölskyldu Georgs voru stórkostleg – ekki síst tinandi móðirin sem hafði látið Geir og Bjarnfreði, þetta skelfilega hugsjónafólk, sjúga úr sér allan lífskraft.

Reyndar eru karlar sem hlæja hátt í bíó á stöðum þar sem enginn annar hlær pínu óþolandi – það er svolítið Bjarnfreðarsonarlegt.

En myndin er ekki bara skemmtileg heldur líka þaulhugsuð.

Það er snilld að láta Ólaf Ragnar enda sem útvarpsmann á FM.

Þar sem attention span er í mesta lagi tuttugu sekúndur, nóg til að gefa pitsu og bíómiða.

696

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?