Baldur Andrésson skrifar þessa hugvekju.
— — —
Sér til þæginda hefur stjórnmálastéttin
valið einn þráð úr flækjuhnykli hrunsins
sér til dægrastyttingar. Þægindindin felast
í að þar með má dylja heildarsýnina og
grundvallarorsakir íslenska efnahags-
hrunsins, risastórar,fjölþættar afleiðingarnar.
Ríkisábyrgð á einkabraski glæfrabanka lá
fyrir í kjölfar einkavæðingarinnar. Sérstaklega
kom það fram í ársbyrjun 2006 þegar svartar
skýrslur um blöðruvöxt og krosseignatengsl
birtust frá alþjóðamatsfyrirtækjum. Niður-
staða þeirra var að lánshæfismat bankanna
þá væri þá þegar fallið, ef ekki kæmi til traust
ríkisábyrgðin, staðfest af SÍ og stjórnvöldum !
Seðlabankinn reyndi að standa við ríkisábyrgð
með örlátum gjafaútlánum til einkabankanna í
aðdraganda hrunsins. Í ágúst 2008 hafði SÍ gert
gott betur en að tapa öllum sjóðum sínum og
í kjölfarið hrundi skjólstæðingurinn, svikavélin.
Íslenskt samfélag skuldar nú 400 milljarða vegna
örlætis SÍ. (Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið
greiddu götu m.a.Icesave sérstaklega, eftir að
hrunadans bankanna var hafinn.)
Val stjórnnmálakerfisins er að taka Icesave-
þráðinn og láta alla umræðuna snúast um hann.
Í þræðinum felast viss þjóðernisátök og ekkert
hráfni er betra til lýðskrums. ,, Íslandi allt“ er nú
kjörorð Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins,
kjörorð þeirra sem áður studdu Icesaveglæfrana.
Þráttað er um útfærslu á skuldagreiðslusamningi,
vexti og flóknar afleiður sem fáir botna í. Þjóðar-
atkvæði um slík útfærsluatriði er furðuleg í sam-
félagi, sem að öðru leyti er afar ólýðræðislegt !
Auðsýnd ríkisábyrgð á einkabönkum kom fram
í gjafagjörningum SÍ í aðdraganda hrunsins 2008.
400 milljarða skuldabaggi samfélagsins af þeirri
ástæðu einni yfirstígur Icesave tjónið vissulega.
Allt árið 2009 og fram til þessa hefur Seðlabanka-
tjón samfélagsins varla verið nefnt í stjórnmálaum-
ræðunni. Stjórnmálakerfið er greinilega ófært um
að höndla slíkt risatjón , sem móta mun lífskjör
þjóðarinnar um ófyrirséða framtíð, mótar öll ríkis-
fjármál nútímans ! Grafarþögn ríkir um SÍ-tjónið.
Icesave skuldbindingar og Seðlabankatjónið
eiga sér sömu rót: Ríkisábyrgð á einkabönkum.
Íslendingar virðast almennt afneita slíkri ábyrgð
og flokka nú ábyrgðargjöfina til svika við sig, sjá
hana sem samfélagsógn, sem hún auðvitað er.
Icesave glæpamálið er sannarlega alvarlegt og
ekki skal lítið gert úr því. Á hinn bóginn er líka auð-
séð hvernig það málefni er misnotað til yfirhilm-
inga um önnur stór glæframálefni blöðrutímans,
þeim tjónvöldum í hag sem blöðurnar blésu áður.
Þögnin um Seðlabankatjónið er að margra mati nú
jafn áberandi og skrumkennt talið um Icesavetjónið.
Baldur Andrésson