fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Kannski ekki furða

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. janúar 2010 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum höldum við Íslendingar að við séum nafli heimsins. Það má jafnvel segja að við séum haldin „miðju alheimsins-syndrómi“.

Þannig kemur það okkur á óvart að fjölmiðlar erlendis skuli túlka synjun forsetans á Icesave eins og Íslendingar ætli ekki að borga.

En við hverju búumst við – að erlendir fjölmiðlar skilji þessar ótrúlega langdregnu deilur innanlands, þar sem Íslendingar eru hálfpartinn að semja við sjálfa sig?

Við eigum í mesta basli með að skilja þetta sjálf þrátt fyrir linnulausa umræðu í meira en ár.

Það hjálpaði ekki að Ólafur Ragnar var ekki búinn að tilkynna forsætisráðherra um ákvörðun sína fyrirfram. Jóhanna heyrði þetta í sjónvarpinu eins og allir aðrir.

Og að ríkisstjórnin virðist ekki hafa verið tilbúin með neitt aðgerðaplan – jafnvel þótt í marga daga hafi stefnt í að Ólafur tæki  þessa ákvörðun.

Það voru allavega meira en helmingslíkur.

Annars skulum við ekki dramatísera þetta um of. Ákvörðum Ólafs Ragnars er póltískur veruleiki sem þarf að búa við. Breytir ýmsu, en sendir okkur ein og sér ekki til vítis.

Hins vegar þarf að hafa hraðar hendur. Þjóðaratkvæðagreiðsla kemur á vondum tíma, beint ofan í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Og þó að hún fari fram, þá breytir það því ekki að enn þarf að leita lausnar á þessu hörmulega máli.

Nú ríður á að beita skapandi hugsun en sitja ekki bara í skotgröfunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“