Á tíma útrásarinnar þótti best að hver meginfylking víkinga ætti sinn banka og sitt tryggingafélag.
Baugs/FL-liðið átti Glitni og Tryggingamistöðina.
Exista hafði Kaupþing og VÍS.
Milestone átti í Glitni og Sjóvá.
Nú eru þessi eignarhaldsfélög á hausnum – og, eins og Gylfi Magnússon orðaði það, þau voru meinsemd í íslensku efnahagslífi.
En enginn veit hver á tryggingafélögin lengur eða hvers virði þau eru í rauninni.