fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Lifi málfrelsið – leyfum þeim að móðgast

Egill Helgason
Föstudaginn 3. febrúar 2006 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi pistill birtist í Íslandi í dag 2. febrúar 2006, hér er hann í aðeins lengri útgáfu. Sökum þess að hann er saminn fyrir sjónvarp má þarna finna brot úr fyrri skrifum mínum um þetta mál.

Þeir sem telja að Jótlandspósturinn – og danska þjóðin – eigi að beygja sig í duftið fyrir mótmælum í hinum íslamska heimi eru í raun að mæla með stórfelldri ritskoðun. Þessi afstaða lýsir furðulegu skilningleysi hinu opna samfélagi sem við búum í og hugmyndunum sem það byggir á. Tjáningarfrelsið heimilar mönnum lika að vera ósmekklegir, leiðinlegir, dónalegir. Og jú, það er alltaf einhver sem er sem er tilbúinn að móðgast, hvort sem það er af einlægum hug eða vegna skinhelgi.

Samkvæmt þessu á hinn móðgaði að ráða ferðinni. Þetta er eindregin stefna í átt til ritskoðunar, sjálfsritskoðunar og til þess að setja upp lögreglueftirlit með hugmyndum og hugsunum fólks.

Ég ætla ekki að nefna allt klámið sem flýtur um samfélagið, ljótt orðbragðið, ofbeldið í sjónvarpinu. Allt er það særandi fyrir margt fólk. Stundum er ég feginn að amma mín og afi eru ekki lengur á lífi og þurfa ekki að horfa upp allan óhroðann. Lausnin er hins vegar ekki að setja lög eða beita lögreglunni, heldur að skapa samfélag sem setur sér ögn hærri siðferðismarkmið.

— — —

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“