fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025

Bachelor stjarnan Jenna Cooper sýnir líkama sinn eftir barnsburð

Unnur Regína
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Bachelor ættu að kannast við Jennu Cooper. Cooper keppti um ást Arie Luyendyk Jr í 22 þáttaröð The Bachelor. Cooper vann ekki hjarta Luyendyk en sneri aftur í fimmtu þáttaröð Bachelor in Paradise árið 2018. Cooper fann ástina þar með Jordan Kimball. Kimball og Cooper trúlofuðu sig í lokaþættinum og hamingjan var allsráðandi. Stuttu seinna bárust fregnir um að Cooper væri ekki við eina fjölina felld. Ásakanir um að Cooper ætti svokallaðan „sykurpabba“ breiddust um allt internetið. Kimball birti skjáskot af skilaboðum sem áttu að vera á milli Cooper og „sykurpabbans“ en Cooper harðneitaði sök. Sleit Kimball trúlofuninni og Bachelor aðdáendur fóru ekki mjúkum höndum um Cooper. Cooper hélt alltaf fram sakleysi sínu og að hún hefði aldrei sent þessi skilaboð. Fylgi Cooper á samfélagsmiðlum minnkaði og var mikil reiði í garð hennar frá aðdáendum þáttanna.

Gekk í gegnum erfiða tíma en fann hamingjuna

Cooper gekk í gegnum erfiða tíma eftir þetta en tókst þó að finna ástina í örmum Karl Hudson. Cooper náði svo að sanna sakleysi sitt og réð sérfræðing til að rekja skilaboðin. Í ljós kom að skilaboðin voru fölsuð en ekki er enn búið að komast til botns í hverjir sökudólgarnir eru. Þungu fargi var létt af Cooper og naut hún lífsins með Hudson sér við hlið. Cooper varð fljótt ólétt og fæddi stúlku þann 30. Maí. Fékk hún nafnið Presley.Hamingjan var mikil en Cooper setti inn einlæga færslu á Instagram þar sem hún lýsti því hvernig er að vera nýbökuð móðir. „Ég vildi vera viss um að allir sæju að bumban mín er enn hér. Ég hef fengið yndisleg skilaboð og vildi þakka fyrir það. Hrósin ykkar hafa hjálpað mér virkilega mikið með sjálfstraust mitt. Ég vildi samt upplýsa ykkur um að ég hef verið að eiga við erfiðleika í samtal við líkamsímynd mína, nýjar tilfinningar og ábyrgð. Ég vakna ekki bara ofur hamingjusöm, ég þarf að vinna fyrir því. Presley er mín stærsta blessun og er ég svo þakklát fyrir að fá að vera mamma hennar. En ég á líka slæma daga og ég vildi bara að þið vissuð að þið eruð ekki ein. Hver kona hefur sinn líkama og sína reynslu. Gerum bara okkar besta og það er nóg. Það hjálpar mér að segja sjálfri mér að líkami minn sé sterkur og hafi gert mig að móður, að ég sé þess virði og elskuð. Og það ert þú líka!“ segir Cooper.

https://www.instagram.com/p/CB0h5XTjAMu/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda

Breskur stjórnmálaleiðtogi dæmdur fyrir að þiggja mútur – Talaði máli rússneskra yfirvalda
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára

Donni verður aðstoðarmaður Davíðs Smára
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.