fbpx
Sunnudagur 19.október 2025

Samfélagsmiðlastjarna afhjúpar hvað raunverulega gerðist í heimsókn sinni til Ellen DeGeneres

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. mars 2020 09:16

Nikkie de Jaager

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Nikkie de Jager heldur úti vinsælli YouTube-rás um allt sem viðkemur fegurð. Hún er með yfir 13 milljón fylgjendur á miðlinum og tæplega 14 milljón fylgjendur á Instagram.

Í janúar opinberaði hún leyndarmál sitt eftir að hafa sætt hótunum og kúgunum frá aðila, sem hún hefur ákveðið að nafngreina ekki.

Nikkie steig fram í myndbandi á YouTube og greindi frá því að hún væri trans.

„Ég fæddist í röngum líkama,“ sagði Nikkie sem gengur undir nafninu NikkieTutorials í netheimum. „Ég er bara ég. Við þurfum ekki að setja einhvern stimpil á mig, en ef fólk vill gera það þá er ég trans,“ sagði hún í myndbandinu og bætir við að hún hafi verið sex ára þegar hún fór að láta hárið vaxa og klæða sig í föt sem stúlkur ganga alla jafna í.

Fjölmiðlar um allan heim fjölluðu um málið og vildu ólmir fá hana í viðtal. Nikkie ákvað að fara í viðtal til Ellen DeGeneres og vakti viðtalið mikla lukku.

Hins vegar var upplifun Nikkie ekki eins jákvæð og hún leit út fyrir að vera.

Nikkie, sem er frá Hollandi, var í gestur í hollenska spjallþættinum De Wereld Draiit Door fyrir nokkrum vikum. Þar greindi hún frá því sem raunverulega gerðist hjá Ellen.

Nikkie gaf í skyn að Ellen væri ekki jafn vingjarnleg og hún hélt. Þegar þáttastjórnandi De Wereld Draiit Door spurði út í upplifun hennar af þættinum sagði hún hikandi:

„Það var mjög ánægjulegt að þú hafir komið til mín og heilsað mér fyrir þáttinn… Hún gerði það ekki.“

https://www.instagram.com/p/B7oZ2eUpIlM/

Nikkie útskýrði nánar og sagði að þáttur Ellen væri „allt annar heimur“ miðað við aðra spjallþætti sem hún hefur heimsótt og mun „fjarlægari“.

Nikkie sagði að það hafi samt sem áður verið „mikill heiður“ að fá að stíga á svið jafn stórt og hjá Ellen.

Eins og fyrr segir fór hún í viðtalið í De Wereld Draiit Door fyrir nokkrum vikum, en það hefur nýlega farið eins og eldur í sinu um netheima. Fjöldi „dramarása“ (e. drama channels) á YouTube hafa fjallað um málið.

Þú getur horft á viðtalið í De Wereld Draiit Door hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Einhverfur drengur lærði að tala eftir að hann fékk lyf fyrir krabbameinssjúka – Reyndist hafa ýmislegt að segja

Einhverfur drengur lærði að tala eftir að hann fékk lyf fyrir krabbameinssjúka – Reyndist hafa ýmislegt að segja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Í gær

Fékk skrúfu í pylsuna

Fékk skrúfu í pylsuna
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“

Lögreglumaður kom að dreng sem hafði tekið eigið líf – „Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp“
Fókus
Í gær

„Myndasögur kenndu mér að lesa“

„Myndasögur kenndu mér að lesa“
Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.