fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Úps, hún gerði það aftur

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 8. september 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears státar af ansi glæsilegum ferli í skemmtanabransanum, en hins vegar hefur einkalíf hennar verið ansi stormasamt. Nú stendur Britney enn á ný í auga stormsins og hefur þetta ár leikið hana grátt. Leikur þar forræðisdeila við fyrrverandi eiginmann og veikindi föður stórt hlutverk.

4. janúar

Aðdáendur söngkonunnar urðu vægast sagt fúlir þegar hún tilkynnti að hún væri að taka sér hlé frá bransanum um óákveðinn tíma og setti jafnframt tónleikaröð sína í Las Vegas á ís. Gerði hún þetta vegna veikinda föður síns, Jamie Spears, en ristill hans sprakk og hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Britney baðst afsökunar á að hafa valdið aðdáendum sínum vonbrigðum í færslu á Instagram.

„Ég ætla að setja fókus og orku í að hugsa um fjölskyldu mína. Við eigum í sérstöku sambandi og mig langar að vera með fjölskyldunni á þessum tíma eins og hún hefur alltaf verið til staðar fyrir mig,“ sagði hún þá.

Tvenna Feðginin saman. Mynd: Instagram

4. mars

Andrew Wallet, sem var fjárhaldsmaður Britney, ásamt föður hennar, sagði upp stöðu sinni sem varð til þess að Jamie Spears stóð einn uppi sem fjárhaldsmaður dóttur sinnar.

3. apríl

Britney opnar sig á Instagram um mikilvægi þess að hugsa um sjálfan sig og strax í kjölfarið fylgja fregnir um að hún hafi verið lögð inn á geðheilbrigðisstofnun. Skrifaðist það á andlegt álag vegna veikinda föður hennar.

11. apríl

Britney tók sér frí frá geðheilbrigðismeðferðinni til að fara í hárlitun og slaka á með kærasta sínum, Sam Asghari.

16. apríl

Hreyfingin #FreeBritney fer af stað með látum eftir að nafnlaus einstaklingur, sem sagðist vera aðstoðarmaður lögmanns, steig fram í hlaðvarpi og sagði að Britney hefði verið lögð nauðug inn á geðdeild og ekki í byrjun apríl heldur um miðjan janúar. Hún á því að hafa dvalið þar í fjóra mánuði, þvert gegn hennar vilja. Sá nafnlausi sagðist hafa unnið fyrir fjölskyldu Britney og orðið vitni að því að faðir Britney hefði hótað að banna henni að koma fram á reglulegum sýningum í Las Vegas, nema hún tæki lyfin sín. Þegar hún fór ekki að þessum fyrirmælum gerði hann alvöru úr hótunum sínum. Hann hafi látið Britney segja að hún væri að hætta í Las Vegas vegna veikinda hans.

16.–17. apríl

Móðir Britney, Lynne, gaf þessum orðróm byr undir báða vængi með því að setja „like“ við athugasemdir á Instagram; athugasemdir á borð við „Ég vona að þú sért að styðja við Britney í að fá lögræðið aftur,“ eða „Ég vona að þinn veiki fyrrverandi sé ekki að halda dóttur ykkar nauðugri einhvers staðar.“ Lynne skrifaði svo undarlega færslu á Instagram þar sem hún sagði: „Þegar stríðsmenn guðs falla á kné, þá er baráttan ekki búin. Hún er bara rétt að byrja.“ Þessa færslu túlkuðu margir sem staðfestingu á því að Britney væri í vanda og að móðir hennar væri að reyna að hjálpa henni.

Mæðgur í stuði Sjaldséð mynd af mæðgunum saman í búðarferð. Mynd: Getty Images

22. apríl

#FreeBritney-hreyfingunni óx ásmegin og aðdáendur söfnuðust saman í Vestur-Hollywood til að krefjast aðgerða frá yfirvöldum.

23. apríl

Britney blés á kjaftasögurnar í myndbandi á Instagram og ítrekaði að hún væri í fínu standi.

„Fjölskylda mín hefur verið undir miklu stressi og þjáðst af miklum kvíða undanfarið, þannig að ég þurfti tíma til að takast á við það. En ekki hafa áhyggjur, ég sný aftur fljótt,“ sagði hún. „Mig langaði að segja hæ því allt er orðið stjórnlaust!!! Vá!!!“ og bætti við: „Fjölskyldu minni og teymi hefur verið hótað lífláti.“ Í færslunni minntist hún á fyrrverandi umboðsmann sinn og sagði hann dreifa lygum um hana í tölvupósti. „Ekki trúa öllu sem þið lesið og heyrið. Þessir lygapóstar úti um allt voru skrifaðir af Sam Lutfi fyrir mörgum árum. Ég skrifaði þá ekki. Hann var að þykjast vera ég og hafði samskipti við teymið mitt.“

Sam Lutfi hefur staðfastlega neitað þessu.

Frábær ferill Britney hefur átt marga slagarana í gegnum tíðina. Mynd: Getty Images

25. apríl

Britney losnaði út af geðheilbrigðisstofnuninni og sneri aftur heim. Föður hennar líður betur og Britney er sögð vinna ötullega að því að koma lífinu í samt horf.

6. maí

E! News vitnar í dómskjöl þar sem kemur fram að móðir Britney krefjist þess að fá upplýsingar um fjárhagsstöðu hennar. Lynne hefur hins vegar ekki sóst formlega eftir því að verða fjárhaldsmaður dóttur sinnar.

7. maí

Heimildarmaður E! News segir að Lynne hafi flogið til Los Angeles ásamt hinni dóttur sinni, Jamie Lynne, til að heimsækja Britney því þær hafi áhyggjur af henni. Heimildarmaðurinn sagði að Lynne „væri í miklu uppnámi yfir ástandinu sem Britney væri í og að henni liði sem hún gæti enga hjálp henni veitt.“

8. maí

Britney fékk bráðabirgða nálgunarbann á fyrrnefndan Sam Lufti sem kveðjur á um að hann megi ekki koma nálægt henni, foreldrum hennar eða sonum hennar, Sean, 13 ára, og Jayden, 12 ára. Var nálgunarbannið gefið út vegna staðhæfinga söngkonunnar um fyrrnefnda tölvupósta. Lögfræðingur Sams sagðist vonsvikinn yfir þessari niðurstöðu, en að málið yrði rekið fyrir dómstólum þegar að nálgunarbannið rynni úr gildi.

10. maí

Britney mætti í réttarsal í Los Angeles ásamt foreldrum sínum og lögfræðingi til að ræða um hver ætti að verða fjárhaldsmaður hennar. Dómarinn ákvað að matsmaður þyrfti að gera ítarlega úttekt á aðstæðum söngkonunnar.

15. maí

Larry Rudolph, umboðsmaður söngkonunnar til margra ára, talar við TMZ um þá stöðu sem upp er komin og hléið sem Britney gerði á tónleikaröð sinni í Las Vegas. Hann sagði að hún hefði tekið sér pásu „því lyfin hennar hættu að virka og hún var miður sín vegna veikinda föður síns.“ Bætti hann jafnframt við að hann vildi ekki að hún ynni aftur fyrr en hún væri tilbúin, bæði andlega og líkamlega.

22. maí

E! News birti dómskjöl sem sýndu að Jamie, faðir Britney, færi fram á að útvíkka heimild sína sem fjárhaldsmaður. Vildi hann hafa stjórn á fjármálum dóttur sinnar ekki aðeins í Kaliforníu, heldur einnig í Flórída, Louisiana og Havaí.

Þegar allt lék í lyndi Britney og Kevin voru gift á árunum 2004 til 2007. Mynd: Getty Images

3. september

Britney og fyrrverandi eiginmaður hennar, Kevin Federline, náðu samkomulagi varðandi forræði yfir drengjunum þeirra tveimur. Kevin fékk sjötíu prósent forræði en Britney þrjátíu prósent. Nokkrum klukkutímum eftir að það fréttist birtust fregnir af því að Kevin væri búinn að kæra föður Britney til lögreglu fyrir að ráðast á eldri son þeirra, Sean. Jafnframt er nálgunarbann virkt sem bannar föður Britney að hitta afadrengina sína, Sean og Jayden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.