fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |
Bleikt

Mögnuð mynd sem sýnir hvernig bein hreyfast þegar kona fæðir

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 30. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mögnuð mynd sem sýnir hvernig bein konu hreyfast þegar hún fæðir barn hefur vakið mikla athygli á netinu. Yfir 50 þúsund manns hafa deilt myndinni á Facebook og hafa margir skrifað við myndina að þeir höfðu ekki hugmynd um að þetta væri hægt.

Fæðingarmiðstöðin Tangi Birth Services deildi myndinni á Facebook.

Myndin sýnir konu sem beygir sig yfir sjúkrarúm og sést mjög stór kúla hjá rófubeininu.

Mynd: Facebook/Tangi Birth Services

„Getur þú séð bunguna á neðra baki hennar? Þetta er „tígull Michaelis“ (e. rhombus of Michaelis),“ er skrifað með myndinni.

„Á öðru stigi fæðingar hreyfast nokkur bein, meðal annars spjaldbeinið, aftur á bak og með því að gera það þá eykur það þvermál mjaðmagrindarinnar.“

Það kemur fram að þetta er „alveg eðlilegt“ og þetta sé þekkt sem „opnun baksins“ (e. opening of the back).

„Þetta gefur barninu þínu eins mikið pláss og mögulegt er á meðan það finnur leið sína út í heiminn,“ stendur í færslunni.

„Til þess að „opna bakið“ þá skaltu notast við virkar fæðingarstöður þar sem þú stendur upprétt og beygir þig fram […] Líkami þinn er gerður fyrir þetta! Og líkaminn og barnið vinna saman! Fæðing er ekki eitthvað til að óttast, það er eitthvað til að skilja.“

Það hafa yfir 50 þúsund manns deilt myndinni og yfir 22 þúsund manns skrifað við myndina á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Fyrirtæki drusluskammaði umsækjanda fyrir bikinímynd – Mistókst stórkostlega

Fyrirtæki drusluskammaði umsækjanda fyrir bikinímynd – Mistókst stórkostlega
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Móeiður lærði að horfa á lífið í öðru ljósi: „Það ÞARF enginn að vera í sambandi til að vera hamingjusamur“

Móeiður lærði að horfa á lífið í öðru ljósi: „Það ÞARF enginn að vera í sambandi til að vera hamingjusamur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lesið í tarot Sólveigar: „Hún verður fyrir árásum úr öllum áttum og því gæti einmanaleiki, jafnvel ístöðuleysi, hrjáð hana“

Lesið í tarot Sólveigar: „Hún verður fyrir árásum úr öllum áttum og því gæti einmanaleiki, jafnvel ístöðuleysi, hrjáð hana“
Bleikt
Fyrir 1 viku

10 opinberanir úr bók Demi Moore – Móðir hennar seldi aðgang að líkama hennar: „Ég hafði engan til að vernda mig“

10 opinberanir úr bók Demi Moore – Móðir hennar seldi aðgang að líkama hennar: „Ég hafði engan til að vernda mig“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.