fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Mögnuð mynd sem sýnir hvernig bein hreyfast þegar kona fæðir

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 30. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mögnuð mynd sem sýnir hvernig bein konu hreyfast þegar hún fæðir barn hefur vakið mikla athygli á netinu. Yfir 50 þúsund manns hafa deilt myndinni á Facebook og hafa margir skrifað við myndina að þeir höfðu ekki hugmynd um að þetta væri hægt.

Fæðingarmiðstöðin Tangi Birth Services deildi myndinni á Facebook.

Myndin sýnir konu sem beygir sig yfir sjúkrarúm og sést mjög stór kúla hjá rófubeininu.

Mynd: Facebook/Tangi Birth Services

„Getur þú séð bunguna á neðra baki hennar? Þetta er „tígull Michaelis“ (e. rhombus of Michaelis),“ er skrifað með myndinni.

„Á öðru stigi fæðingar hreyfast nokkur bein, meðal annars spjaldbeinið, aftur á bak og með því að gera það þá eykur það þvermál mjaðmagrindarinnar.“

Það kemur fram að þetta er „alveg eðlilegt“ og þetta sé þekkt sem „opnun baksins“ (e. opening of the back).

„Þetta gefur barninu þínu eins mikið pláss og mögulegt er á meðan það finnur leið sína út í heiminn,“ stendur í færslunni.

„Til þess að „opna bakið“ þá skaltu notast við virkar fæðingarstöður þar sem þú stendur upprétt og beygir þig fram […] Líkami þinn er gerður fyrir þetta! Og líkaminn og barnið vinna saman! Fæðing er ekki eitthvað til að óttast, það er eitthvað til að skilja.“

Það hafa yfir 50 þúsund manns deilt myndinni og yfir 22 þúsund manns skrifað við myndina á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Nýjar upplýsingar koma fram um morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans

Nýjar upplýsingar koma fram um morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessi nöfn voru vinsælust aftan á treyjum í ár – Messi missir naumlega af fyrsta sæti en Ronaldo er heldur neðarlega

Þessi nöfn voru vinsælust aftan á treyjum í ár – Messi missir naumlega af fyrsta sæti en Ronaldo er heldur neðarlega