fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Þriðja stúlkan á leiðinni: „Ég sveiflaðist á milli alsælu og algjörrar skelfingar“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 08:30

Leikkonan er í skýjunum. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Milla Jovovich tilkynnir það á Instagram að hún og eiginmaður hennar, kvikmyndagerðarmaðurinn Paul W.S. Anderson, eigi von á sínu þriðja barni saman. Milla, sem er 43ja ára, segir fyrstu vikur meðgöngunnar hafi verið erfiðar, sérstaklega í ljósi þess að hún missti síðasta fóstur sem hún gekk með.

„Ég sveiflaðist á milli alsælu og algjörrar skelfingar þegar ég komst að því að ég var ólétt fyrir þrettán vikum. Vegna aldurs míns og fósturlátsins vildi ég ekki tengjast þessu hugsanlega barni of fljótt,“ skrifar Milla við mynd af sér með kúluna út í loftið. Hún bætir við að hún hafi verið hóflega bjartsýn fyrstu vikurnar.

https://www.instagram.com/p/B04Dt3mHeZu/

„Ég og fjölskylda mín höfum beðið með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum úr alls kyns prófunum og við höfum eytt mestum tíma okkar á læknastofu. Sem betur fer erum við komin yfir óvissutímabilið og vitum nú að við eigum von á annarri stúlku.“

Milla lofar aðdáendum sínum á Instagram að hún ætli að leyfa þeim að fylgjast grannt með meðgöngunni. Hún gekk að eiga Paul í ágúst árið 2009 og fyrir eiga þau dæturnar Ever, ellefu ára og Dashiel, fjögurra ára.

Lukkuleg hjón. Mynd: Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“