fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026

Kristín Margrét er með mikilvæg skilaboð til foreldra: „Þetta bjargaði hugsanlega lífi dóttur okkar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2019 19:00

Kristín Margrét og dóttir hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Margrét fann fyrir þörf að koma skilaboðum áleiðis til verðandi foreldra og foreldra ungra barna eftir að hafa dvalið nótt á vökudeildinni með fjögurra daga gamla dóttur sína.

Hún deildi þeim á Facebook og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila áfram með lesendum, enda um gríðarlega mikilvæg skilaboð að ræða.

Dóttir Kristínar Margrétar. Mynd: Úr einkasafni

Kristín Margrét rifjar upp atvikið þegar hún missti næstum dóttur sína.

„Við mæðgur vorum tvær inn í stofu og sú litla var að fá brjóst. Hún blánaði skyndilega upp og hætti að anda. Ég kallaði í pabba hennar sem kom hlaupandi og tók hana í fangið og reyndi að ná sambandi við hana. Þá allt í einu byrjaði að kurra í henni eins og hún væri að reyna að ná andanum. Pabbi hennar snýr henni við og upp úr henni gusast mjólk sem hafði farið öfuga leið ofan í hana og lokað öndunarveginum.

Hún varð aftur sjálfri sér lík eftir þetta en svaf mun meira en hún er vön. Þannig við hringdum í barnalækni sem vildi fá hana í skoðun. Hún var í alls konar rannsóknum [aðfaranótt þriðjudags] og alveg fram á [þriðjudag]. Það er hundrað prósent í lagi með hana,“ segir Kristín Margrét.

„En það sem ég vildi koma á framfæri er mikilvægi þess að fara á skyndihjálparnámskeið. Við fórum á svoleiðis á meðgöngunni og það bjargaði hugsanlega lífi dóttur okkar í gær. Ég vil ekki hugsa til þess að við hefðum sleppt því og ekki vitað hvað við ættum að gera.“

Að lokum þakkar Kristín Margrét barnaspítalanum fyrir framúrskarandi þjónustu og umönnun .“Ekki bara á barninu heldur okkur foreldrunum líka. Þvílíkt fagfólk sem þar vinnur,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“

„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hafnarfjarðarmálið: Helgi keypti þjónustu vændiskonu sama kvöld – Síminn hans hefur ekki fundist

Hafnarfjarðarmálið: Helgi keypti þjónustu vændiskonu sama kvöld – Síminn hans hefur ekki fundist
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Kristín Þóra í ólíkum hlutverkum – „Ég bara get ekki valið á milli, bæði jafn skemmtilegt“

Kristín Þóra í ólíkum hlutverkum – „Ég bara get ekki valið á milli, bæði jafn skemmtilegt“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Gabríel Douane og bróðir hans semja tónlist saman á Hólmsheiði – „Ég á skilið að vera í fangelsi fyrir það sem ég hef gert“

Gabríel Douane og bróðir hans semja tónlist saman á Hólmsheiði – „Ég á skilið að vera í fangelsi fyrir það sem ég hef gert“
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Orðið á götunni: Dramb er falli næst – Sjálfstæðisflokkurinn toppar á vitlausum tíma og nú liggur leiðin niður

Orðið á götunni: Dramb er falli næst – Sjálfstæðisflokkurinn toppar á vitlausum tíma og nú liggur leiðin niður
Pressan
Í gær

Íslandsvinurinn segir frægðina næstum hafa gert sig að fífli

Íslandsvinurinn segir frægðina næstum hafa gert sig að fífli
433Sport
Í gær

Neville harðlega gagnrýndur eftir að hann gekk allt of langt í beinni

Neville harðlega gagnrýndur eftir að hann gekk allt of langt í beinni