fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Skilaboð sem allir foreldrar ættu að lesa

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. desember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Sálstofunni vinna sálfræðingar með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra. Í tilefni þess að jólasveinarnir eru byrjaðir að undirbúa komu sína til byggða birti Sálstofan bréf sitt til jólasveinanna. Bréfið var fyrst skrifað fyrir tveimur árum en á alveg jafn mikið við í dag og þá.

Við gefum Sálstofunni orðið.

„Kæru jólasveinar. Nú fer að styttast í að þið komið til byggða með glaðning í skóinn og því langar okkur að koma hugleiðingum okkar á framfæri.

Aðventan getur verið skrítinn tími fyrir börn; sum eru yfir sig spennt, önnur eru óróleg þegar rútínan fer úr skorðum og enn önnur kvíða fyrir þessum tíma. Á þessum skrítna tíma eruð þið einmitt að gefa börnum í skóinn og vorum við að velta fyrir okkur hver viðmiðin væru hjá ykkur varðandi hvort börn fengju í skóinn – eða hvort það væru viðmið?

Stundum höfum við heyrt talað um að börn þurfi að vera góð til að fá í skóinn. En málið er að við höfum hitt svakalega mörg börn og við vitum að öll börn eru góð. Þar með ættu öll börn að fá alltaf í skóinn ekki satt?

Ef þið ætlið að nota einhverskonar viðmið viljum við minna ykkur á að hafa þau þá skýr og sanngjörn þannig að börnin hafi tækifæri til standast væntingar ykkar. Hvernig væri t.d. að hafa viðmið um að börn fari í háttinn þegar þeim er sagt að gera það frekar en að fara í háttinn á einhverjum fyrir fram ákveðnum tíma? Er sanngjarnt að gefa ekki í skóinn ef barn missir stjórn á skapinu sínu í öllum þeim asa og spenningi sem getur fylgt þessum árstíma? Er sanngjarnt að barn fái ekki í skóinn ef það gleymir sér óvart, aðeins?

Foreldrar gleyma sér nefnilega stundum og fara að nota ykkur jólasveinana sem einhverskonar Grýlu á aðventunni (og við vitum að þið eruð ekkert líkir móður ykkar). Þá geta foreldrar t.d. sagt börnunum að jólasveinninn fylgist með hverju spori – og þá sérstaklega hverju feilspori – og þá komi mögulega ekkert í skóinn. Bara það að halda að þið fylgist með hverjum andardrætti barnanna getur skapa kvíða og spennu sem leiðir til erfiðrar hegðunar.

Ef foreldrar lesa þessi skilaboð þá minnum við þá líka á það að það er miklu skemmtilegra og ánægjulegra að skapa aðstæður sem hjálpa börnum að sýna æskilega hegðun, að koma vel fram við aðra og gera hluti sem láta þeim líða vel. Góðu börnin okkar geta nefnilega gleymt sér og sýnt af sér óæskilega hegðun og þá er nú gott að hafa foreldra sem minna á hver æskilega hegðunin er – og auðvitað hrósa börnunum þegar sú hegðun er sýnd. Og kannski er allt í lagi í þeim tilvikum að nefna að slík hegðun myndi örugglega gleðja jólasveinana?

Og eitt enn fyrst við erum að skrifa ykkur bréf. Ekki ruglast í skógjöfunum, foreldrar mega gefa allskonar í jólagjafir en í skóinn er gott að jólasveinninn gefi öllum börnum svipað svo börnin haldi nú ekki að þið gerið upp á milli.

Við höfum ofurtrú á ykkur kæru jólasveinar – gleðilega sleðaferð til byggða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn

Líf eftir dauðann – Þegar þú deyrð veistu að þú ert dáinn
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR

Segir það grunsamlegt ef sinn maður vinnur ekki Ballon d’OR
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“