fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Eineggja tvíburar en önnur þeirra fæddist með dvergvöxt

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 10. desember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sierra og Sienna eru tvíburar og það sem gerir þær einstakar er að Sienna fæddist með dvergvöxt en ekki Sierra.

„Við erum einu kvenkyns eineggja tvíburarnir þar sem ein okkar er dvergur og hin ekki,“ segir Sierra í umfjöllun Barcroft TV um þær. Myndbandið hefur fengið yfir 1,7 milljón áhorf á tveimur dögum.

„Fólk heldur oft að ég sé yngri og kemur þá öðruvísi fram við mig,“ segir Sienna. Þó svo að þær segi fólki að þær séu tvíburar fá þær oft spurninguna: „Já en hvað er hún [Sienna] gömul?“

Sienna fæddist með sjaldgæfan genagalla og er með dvergvöxt. Læknar héldu að hún myndi ekki lifa af fyrsta sólarhringinn, en hér er hún tuttugu árum seinna.

Systurnar eru mjög nánar en hafa þó mismunandi ástríður í lífinu. Sierra er kántrí söngkona og spilar víðs vegar um Bandaríkin. Sienna er mjög hrifin af hafmeyjum og finnst gaman að synda sem slík.

„Hún spyr mig stundum, pabbi af hverju gerði Guð mig svona litla. Ég segi þá við hana að ef hún væri í fullri stærð myndi hún örugglega taka yfir heiminn,“ segir Joe, faðir stúlknanna.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur

Barcelona tekið af lífi í spænskum miðlum og Yamal sagður ósýnilegur