fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Britney berst fyrir börnunum í réttarsal

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 10. desember 2019 12:00

Baráttukona. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears ætlar í baráttu fyrir börnunum sínum á næsta ári, ef marka má heimildir blaðsins Us Weekly. Heimildarmaður blaðsins segir að Britney ætli að leita réttar síns og heimta meiri tíma yfir börnunum sínum, Preston, 14 ára og Jayden, 13 ára sem hún á með plötusnúðinum Kevin Federline. Britney og Kevin gengu í það heilaga árið 2004 en skildu rúmlega tveimur árum síðar.

https://www.instagram.com/p/B0xVn0VAXBZ/

Sjá einnig: Hæðir og lægðir Britney Spears – Brotnaði niður á rakarastofu – Lögð inn á geðdeild: „Ég var skíthrædd“

„Markmið Britney á nýja árinu er að leita til fjölskylduréttar og biðja dómara um að rýmka umgengnisrétt sinn við drengina,“ segir heimildarmaður Us Weekly.

Löng forræðisdeila

Þegar að skilnaður Kevin og Britney gekk í gegn árið 2007 skiptu þau forræði yfir drengjunum jafnt á milli sín. Í janúar árið 2008 neitaði Britney að gefa frá sér forræði yfir sonum sínum til Kevins. Hún var lögð inn á Cedars-Sinai sjúkrahúsið eftir að lögregla mætti heim til hennar og sagði hana vera undir áhrifum. Næsta dag fékk Kevin fullt forræði yfir drengjunum og Britney var lögð inn á geðdeild. Þá var James Spears, faðir hennar, gerður að fjárhaldsmanni dóttur. Britney var útskrifuð af geðdeild fimm dögum síðar. Síðan þá hefur forræðisdeila á milli Britney og Kevin blossað upp reglulega. Tónleikaröð Britney á árunum 2013 til 2017 í Las Vegas gekk svo vel að Kevin vildi hærra meðlag. Þau náðu samkomulagi í september árið 2018 og samþykkti Britney að borga honum aukalega fimmtán þúsund dollara á mánuði, eða tæplega 1,8 milljónir króna.

Kevin og Britney árið 2006. Mynd: Getty Images

Stirt samband

Í fyrra úrskurðaði dómari síðan að Britney fengi þrjátíu prósent forræði á móti sjötíu prósentum Kevins. Var það þá Kevin sem leitaði réttar síns því hann hélt því fram að faðir Britney, Jamie, hefði ráðist á Preston. Jamie var ekki ákærður fyrir brotið.

„Sambandið á milli Jamie og Britney er í molum,“ segir heimildarmaður Us Weekly um feðginasambandið. „Britney er reið út í Jamie því hann var valdur þess að hún missti mikið af forræðinu yfir börnunum.“

Faðir Britney á að hafa látið loka hana nauðuga inni.

Britney þurfti að gera hlé á annarri tónleikaröð í Las Vegas fyrr á þessu ári vegna veikinda föður síns. Stuttu síðar var Britney lögð inn á geðheilbrigðisstofnun. Í framhaldinu fóru sögusagnir á kreik um að Britney væri haldið gegn vilja sínum á geðdeild. Þessu vísaði Britney á bug í færslu á Instagram og sakaði fyrrverandi umboðsmann sinn, Sam Lutfi, um að breiða út lygar um sig. Sam hefur þvertekið fyrir það.

Sjá einnig: Britney rýfur þögnina – Fjölskyldan fær líflátshótanir: „Allt er orðið stjórnlaust!!!“

Í kjölfar ásakana um að faðir Britney hefði beitt son hennar ofbeldi lagði faðir hennar fram beiðni um að hann hætti að vera fjárhaldsmaður hennar, hlutverk sem hann hafði sinnt síðan árið 2008. Núverandi fjárhaldsmaður hennar er Jodi Montgomery. Þann 22. janúar á næsta ári verður síðan skorið úr um það í réttarsal hvernig þeim málum verður háttað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn

Birta dramatískar myndir af því þegar sonur leikstjórans var handtekinn
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Orðið á götunni: Samstarf á vinstri væng gæti gjörbreytt vígstöðunni næsta vor – Verður Sanna næsti borgarstjóri?

Orðið á götunni: Samstarf á vinstri væng gæti gjörbreytt vígstöðunni næsta vor – Verður Sanna næsti borgarstjóri?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.