fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Hæðir og lægðir Britney Spears – Brotnaði niður á rakarastofu – Lögð inn á geðdeild: „Ég var skíthrædd“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 22:00

Skin og skúrir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa skipst á skin og skúrir í lífi söngkonunnar Britney Spears, en nýjustu fregnir herma að hún sæki sér nú geðhjálp vegna veikindi föður síns. Við ákváðum því að líta yfir hæðir og lægðir í lífi Britney, allt frá því hún sló í gegn í Mikka Mús klúbbnum árið 1992.

„Ég vissi að þetta væri frábært lag“

Britney fór með móður sinni, Lynne, til Atlanta í Georgíufylki í Bandaríkjunum þegar hún var átta ára til að fara í áheyrnarprufu fyrir Mikka Mús klúbbinn. Matt Casella, sem sá um að velja meðlimi klúbbsins, sagði Britney vera of unga en kynnti hana fyrir umboðsmanninum Nancy Carson. Í kjölfarið flutti Britney með móður sinni til New York og hóf listnám.

Dúllurnar í Mikka Mús klúbbnum. Britney er í neðstu röð til hægri. Við hlið hennar er Ryan Gosling.

Hún tók þátt í hæfileikakeppnum og lék í auglýsingum og í desember árið 1992 kom stóra tækifærið – hún fékk hlutverkið í Mikka Mús klúbbnum. Aðrir meðlimir klúbbsins voru Christina Aguilera, Keri Russell, Ryan Gosling og Justin Timberlake.

Nokkrum árum síðar var klúbburinn tekinn af dagskrá og Britney skrifaði undir plötusamning við Jive Records árið 1997, á sextánda aldursári. Fyrsta smáskífan, Baby One More Time, kom út í október árið 1998 og það er vægt til orða tekið að segja að lagið hafi verið smellur því það gerði allt vitlaust.

„Ég vissi að þetta væri frábært lag,“ sagði Britney í samtali við Guardian í fyrra á tuttugu ára afmæli lagsins. „Þetta var öðruvísi og ég elskaði þetta.“

Umdeild forsíða

Fyrsta plata Britney kom út árið 1999 og sama ár sat hún fyrir á forsíðu Rolling Stone. Forsíðumyndin þótti ögrandi og var söngkonan harðlega gagnrýnd fyrir að blanda barnslegu sakleysi við kynþokka. Voru einhverjir hópar sem báðu neytendur um að kaupa ekki plötuna. Stuttu áður en myndin birtist hafði Britney látið hafa eftir sér að hún yrði hrein mey þar til hún gifti sig. Hún svaraði gagnrýni á forsíðumynd Rolling Stone á þá leið að hún sæi ekki eftir henni og þætti myndin ekkert tiltökumál.

Fræg forsíða.

„Ég hef verið hafður að háði og spotti“

Britney og Justin í stíl.

Britney græddi meira í fyrrnefndum Mikka Mús klúbb en bara góða byrjun á ferlinum því þar hitti hún fyrsta, alvöru kærasta sinn, tónlistarmanninn Justin Timberlake. Þau byrjuðu saman árið 1999 en þremur árum seinna var gamanið búið. Oft hefur því verið haldið fram að smellur Justins, Cry Me a River hafi verið saminn um Britney.

„Ég hef verið hafður að háði og spotti. Ég hef verið foxillur. Tilfinningar mínar voru það sterkar að ég varð að semja lagið,“ skrifar Justin í endurminningum sínum Hindsight & All the Things I Can’t See in Front of Me sem kom út seint á síðasta ári.

„Ég þýddi tilfinningar mínar yfir á form sem fólk gat hlustað á og vonandi tengt við. Fólk heyrði í mér og skildi mig því við höfum öll verið þarna.“

Justin staðfestir hins vegar ekki í bókinni að lagið sé um Britney.

Kossinn frægi og stutt brúðkaup

Ímynd söngkonunar varð sífellt kynþokkafyllri og sprengdi hún alla skala þegar hún opnaði MTV Video Music-verðlaunin með Christinu Aguilera árið 2003. Þær stöllur fluttu lagið Like a Virgin en í miðju kafi kom Madonna á sviðið og kyssti Britney hana innilega. Þetta athæfi vakti gríðarlega athygli.

Ári síðar náði Britney aftur athygli alheimsins þegar hún gekk að eiga æskuvin sinn Jason Alexander í Las Vegas. Aðeins 55 klukkustundum síðar sótti Britney um ógildingu á hjónabandinu og sagðist ekki hafa skilið fyllilega hvað hún væri að koma sér út í.

Myndirnar sem vöktu óhug

Í kjölfarið byrjaði Britney að deita dansarann Kevin Federline. Þau trúlofuðu sig þremur mánuðum eftir að sambandið hófst, en fylgst var með ástarlífinu í raunveruleikaþættinum Britney & Kevin: Chaotic. Þau gengu í það heilaga í september árið 2004. Minna en ári síðar eignuðust þau soninn Sean Preston.

Kevin og Britney.

Enn og aftur var athæfi söngkonunnar umdeilt í febrúar árið 2006 þegar að myndir birtust af henni í bíl sínum þar sem hún hélt á Sean í kjöltu sinni á meðan hún stýrði bíl á ferð. Myndirnar vöktu óhug Britney játaði mistök sín og kenndi paparössum um allt saman.

„Ég var skíthrædd við það á þessum tíma að aðgangsharðir paparassar myndu setja líf mitt og barns míns í hættu,“ sagði Britney í yfirlýsingu á sínum tíma. „Ég gerði það sem þurfti til að bjarga barninu og mér, en paparassarnir héldu áfram að elta okkur. Ég elska barnið mitt og myndi gera allt til að vernda það.“

Er þetta í lagi?

Britney og Kevin eignuðust annan son, Jayden, í september árið 2006. Þremur mánuðum síðar skildu hjónin. Í kjölfarið stundaði Britney djammið af kappi og sást oft með partípíunum Paris Hilton og Lindsay Lohan. Mikið var fjallað um að þessi nýbakaða móðir væri meira úti á lífinu en heima hjá sér.

Hinn frægi niðurtúr

Hver man ekki eftir þessu?

Það var svo árið 2007 að niðurtúr Britney var í algleymingi. Ljósmyndarar náðu myndum af henni raka af hár sitt og stuttu síðar réðst hún á bíl ljósmyndara með regnhlíf að vopni. Fíknivandi, geðvandamál og forræðisdeila við Kevin var sögð orsaka þessa hegðun.

Regnhlíf sem vopn.

Britney reyndi að marka endurkomu sína á Video Music-verðlaunahátíðinni árið 2007 með flutningi á laginu Gimme More, en var harðlega gagnrýnd fyrir frammistöðuna. Þrátt fyrir það varð lagið gríðarlega vinsælt og náði toppsætinu á vinsældarlistum víðs vegar um heiminn.

Á geðdeild í fimm daga

Í janúar árið 2008 neitaði Britney að gefa frá sér forræði yfir sonum sínum til Kevins. Hún var lögð inn á Cedars-Sinai sjúkrahúsið eftir að lögregla mætti heim til hennar og sagði hana vera undir áhrifum. Næsta dag fékk Kevin fullt forræði yfir drengjunum og Britney var lögð inn á geðdeild. Þá var James Spears, faðir hennar, gerður að fjárhaldsmanni dóttur sinnar og gegnir hann því hlutverki enn. Britney var útskrifuð af geðdeild fimm dögum síðar. Í lok árs 2008 gaf Britney út sjöttu plötuna sína, Circus, og glöddust aðdáendur mjög. Í kjölfarið fór hún í tónleikaferðalag – hennar vinsælasta og arðbærasta á ferlinum.

Britney hefur gert það gott í Las Vegas.

Britney tilkynnti það árið 2013 að hún hefði landað svokölluðu „residency“ í Las Vegas, en um er að ræða tónleikaröð í borginni. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir árið 2013 og þeir síðustu árið 2017. Sökum velgengni tónleikaraðarinnar vildi Kevin fá hærra meðlag og þá komst Britney aftur í fréttirnar. Þau náðu samkomulagi í september árið 2018 og samþykkti Britney að borga honum aukalega fimmtán þúsund dollara á mánuði, eða tæplega 1,8 milljónir króna.

Faðir með rifinn ristil

Nýjustu fregnir af Britney herma að hún hafi verið lögð inn á geðheilbrigðisstofnun vegna andlegs álags sem hefur fylgt veikindum föður hennar. Britney mun dvelja á stofnuninni í þrjátíu daga en faðir hennar, James, gekkst nýverið undir skurðaðgerð vegna rifins ristils. Þremur mánuðum áður en Britney sagði frá þessu hafði hún tekið sér hlé frá öðru „residency“ í Las Vegas vegna veikinda föður síns.

„Ég ætla að setja fókus og orku í að hugsa um fjölskylduna mína. Við eigum í sérstöku sambandi og mig langar að vera með fjölskyldunni á þessum tíma eins og hún hefur alltaf verið til staðar fyrir mig,“ sagði Britney þá.

Feðginin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“