fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025

Stjörnuspá vikunnar: Það er komið að hreinsun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 17. – 23. nóvember

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú nærð að melta og vinna úr hlutum í hausnum á þér hraðar og betur en flestir. Því stekkur þú oft áfram á meðan aðrir skríða. Út af þessum hraða þá missir þú stundum af smáatriðum og það er nákvæmlega það sem gerist í mikilvægu verkefni í vikunni. Þetta skaltu nota sem lærdóm að staldra stundum við og anda. Líta á heildarmyndina.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þú skalt gæta orða þinna í vikunni, hvort sem það er í vinnunni, vinahópnum eða ástarsambandi. Þótt þér finnist þú luma á svörum við flestum spurningum þá skaltu hugsa þig tvisvar um áður en þú lætur allt flakka. Orð geta nefnilega rist ansi djúpt og þú vilt alls ekki skemma þín góðu sambönd með einhverri fljótfærni og besservisserhætti.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Það er komið að hreinsun. Ekki þessari dæmigerðu jólahreingerningu heldur alvöru hreinsun að innan sem utan. Þú ert búin/n að fá að liggja í leti og velta þér upp úr öllum heimsins vandamálum að undanförnu. Nú skaltu hreinsa til í þér, bæði andlega og líkamlega. Þú getur nefnilega ekki breytt öðrum – aðeins þér sjálfri/sjálfum.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú veltir mikið fyrir þér ákveðinni manneskju sem þú áttir einu sinni í ástarsambandi við. Þessi manneskja er búin að vera mjög áberandi upp á síðkastið, þótt hún sé ekkert endilega fræg. Þú bara sérð hana alls staðar. Og þú ferð að velta fyrir þér hvort þessi manneskja hafi verið eina, stóra ástin sem slapp. Hafðu hugfast hvernig samband ykkar endaði – þá finnurðu svarið.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú ert örlítið meyr um þessar mundir, án nokkurrar sérstakrar ástæðu. Stundum bera tilfinningar mann bara ofurliði og það er allt í lagi. Þú verður að taka þessum tilfinningum og vinna með þær. Leyfa þér að gráta þegar þú þarft, leyfa þér að vera döpur/dapur og leyfa þér líka að elska og vera glöð/glaður. Ekki skammast þín fyrir að vera manneskja.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Þú ert minnt/ur á einhverja góða minningu, hugsanlega bara á samfélagsmiðlum. Það hreyfir við þér um að taka upp gamlan þráð og demba þér aftur í verkefni sem þú náðir aldrei að klára. Það reynist góð og afdrifarík ákvörðun fyrir þig þar sem þessi endurminning mun verða hluti af einhverju stærra og meira.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Fjármálin eru í toppstandi hjá vogunum í þessum heimi eftir smá strögl að undanförnu. Þú nærð loksins að hafa yfirsýn yfir fjármálin og setur það í forgang að hafa þau í lagi. Vissulega geta peningar ekki keypt allt í veröldinni en hins vegar skapa þeir ákveðinn stöðugleika og öryggi sem þú kannt vel við að hafa og venst fljótt.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Sporðdrekinn hefur látið sjálfan sig sitja á hakanum undanfarið en nú er breyting á því. Þú setur sjálfa/n þig í fyrsta sæti og stjanar við þig, innan hóflegra marka samt sem áður. Þú sinnir áhugamálinu þínu, hittir vini og ættingja og gerir vel við þig í mat og drykk. Hreint út sagt æðisleg vika fyrir sporðdreka.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Rosalega ertu búin/n að vera að vinna mikið undanfarið. Þú ert að slíta sjálfri/sjálfum þér út og það er ekki gott fyrir neinn – síst fyrir þig. Þú virðist samt ekki sjá að vinnan er að fara með þig og skilur ekkert í því að ástvinir þínir séu fjarlægir og virðist fúlir út í þig. Opnaðu augun og gefðu þeim meiri tíma með þér. Hlustaðu!

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Það hefur verið mikið stuð á þér síðustu daga og nú er komið að skuldadögum. Nú þarftu að hvíla lúin bein og halda áfram í rútínunni sem þú hefur verið út úr síðustu daga og vikur. Þú átt ekki í miklum vandræðum með að koma skipulagi á hlutina en núna reynir á þessa hæfileika þegar þú nennir ómögulega að snúa aftur í raunveruleikann.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú hefur verið á leið upp metorðastigann í nokkurn tíma og lagt mikið á þig til að komast á þann stað sem þú ert á í dag. Því kemur það þér í opna skjöldu þegar þú finnur ekki fyrir sama metnaði og áður. Ekki örvænta – oft þarf ekki nema eitt spennandi verkefni til að koma þér aftur á réttan kjöl, nú eða skemmtilega frístund utan vinnu sem blæs þér líf í brjósti.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þú lendir í smá klemmu í vikunni milli tveggja vina. Þú segir algjörlega óvart frá leyndarmáli sem þér var treyst fyrir. Hugsanlega fannst þér þetta leyndarmál ekkert sérstaklega mikilvægt eða merkilegt en með því að segja frá særir þú manneskju sem stendur þér nærri. Nýttu krafta þína í að bæta upp fyrir þessi mistök. Það er hægt að laga nánast allt.

Afmælisbörn vikunnar

18. nóvember – Reynir Traustason fjölmiðlamaður, 66 ára
19. nóvember – Pétur Eggerz leikari, 59 ára
20. nóvember – Kristín Svava Tómasdóttir skáld, 34 ára
21. nóvember – Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona, 54 ára
22. nóvember – Þorsteinn Víglundsson stjórnmálamaður, 50 ára
23. nóvember – Ebba Sig, leikkona og uppistandari, 29 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur

Hótel Íslands vel skreytt á meðan dvölinni stendur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel

Opna Múmínhúsið í Kjarnaskógi formlega – Viðræður við rétthafa gengið vel
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.