fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Ragnheiður og Reynir ástfangin – Svona eiga þau saman

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrverandi fegurðardrottning, og Reynir Grétarsson, stofnandi og eigandi Creditinfo Group, opinberuðu samband sitt á samfélagsmiðlum í vikunni, en þau hafa verið saman um nokkurt skeið. DV ákvað því að lesa í stjörnumerki parsins og athuga hvernig þau eiga saman.

Reynir er steingeit en Ragnheiður Guðfinna er vatnsberi. Þegar þessi tvö merki koma saman þá draga þau fram það jákvæða í fari hvort annars. Steingeitin er varkár og afar skynsöm á meðan vatnsberinn er mikil hugsjónamanneskja. Á yfirborðinu virðast Reynir og Ragnheiður Guðfinna vera algjörar andstæður en þeirra samband er sterkt. Þau fóru hægt í sakirnar til að byrja með, enda tekur steingeitin ekki annað í mál, og hafa nýtt síðustu mánuði í að kynnast almennilega.

Bæði steingeit og vatnsberi hafa skoðanir á öllu og stundum virðist sem þessi tvö merki geti ekki miðlað málum. Það er hins vegar ekki rétt og þarf maður einungis að vita hvernig á að nálgast merkin á þeirra forsendum. Steingeitin þrífst á skipulagi og hugsar allt til enda. Steingeitin getur orðið pirruð á sveimhuganum vatnsberanum en á móti kemur að vatnsberinn kynnir fyrir steingeitinni nýjan og spennandi heim. Að sama skapi skilur vatnsberinn oft ekki skipulagsáráttu steingeitarinnar en kann að meta öryggið sem fylgir merkinu.

Í raun snýst þetta í grunninn um málamiðlanir, eins og í hverju öðru sambandi, en hjá steingeit og vatnsbera þarf miklar málamiðlanir svo bæði merki geti blómstrað. Bæði Reynir og Ragnheiður Guðfinna eru metnaðargjörn og kæmi ekki á óvart þótt þau myndu taka höndum saman í öðru en ástinni á næstunni – nefnilega einhverju viðskiptatengdu. Það er allavega alltaf líf og fjör á þessu heimili, en þó hæfilega skipulagt.

Reynir
Fæddur: 21. desember 1972
Steingeit

-ábyrgur
-agaður
-góður stjórnandi
-skynsamur
-besservisser
-býst við hinu versta

Ragnheiður Guðfinna
Fædd: 27. janúar 1980
Vatnsberi

-frumleg
-sjálfstæð
-mannvinur
-drífandi
-flýr tilfinningar
-sveimhugi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus
Pressan
Í gær

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.