fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Bleikt

Þórdís fékk erfiðar fréttir rétt áður en hún steig á svið: „Þetta getur ekki verið að gerast, ekki þetta, ekki núna“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 18. október 2019 14:00

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrirlesari, rithöfundur og aktívisti með meiru.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, aktívisti, fyrirlesari og rithöfundur, lét fjarlægja góðkynja æxli úr brjósti fyrir nokkru síðan. Hún deilir sögu sinni í einlægri færslu á Instagram í tilefni þess að októbermánaður er helgaður brjóstakrabbameini.

„Ég hætti að anda þegar læknirinn minn greindi mér frá því símleiðis að fyrirferðin í brjóstinu mínu væri ekki einföld bandvefsaukning, eitthvað væri að vaxa þarna í eitli í handarkrika mínum og frumurnar breyttust með miklum hraða – allt þetta benti til þess að um brjóstakrabbamein væri að ræða. Ég sleit símtalinu og mætti augnaráði mínu í speglinum. Nei, nei, nei, nei þetta getur ekki verið að gerast, ekki þetta, ekki núna.“

Símtalið fékk Þórdís rétt áður en hún steig á svið til að flytja fræga Ted fyrirlestur sinn sem hún flutti með Tom Stranger, nauðgara sínum, fyrir ríflega tólf hundruð manns og með um 25 þúsund áhorfendur til viðbótar á beinni útsendingu fyrirlestursins.

Í tilraun til að róa taugarnar ákvað Þórdís að hringja í föður sinn, sem er krabbameinsskurðlæknir. „Hann hafði aldrei nokkurn tímann haft áhyggjur af heilsu minni.“ Þórdís taldi að faðir hennar gæti róað taugarnar hennar og sagt henni að þessi tíðindi væru ekkert til að hafa áhyggjur af. „Frá baðherbergi á hóteli í San Francisco hringdi ég skjálfhent í pabba og sagði honum tíðindin.“

Faðir hennar gat þó ekki róað hana, heldur þvert á móti olli svar hans enn meiri kvíða: „Elskan mín, héðan af verðum við að taka þetta bara einn dag í einu.“

„Ég táraðist. „Þetta er það sem þú segir við veikt fólk“, sagði ég, og fannst ég svikin.“ Hvorki Þórdís né faðir hennar minntust á það í símtalinu að hið ógurlega BRCA-gen er arfgengt í fjölskyldu þeirra og höfðu þrjár konur í fjölskyldunni tapað baráttu sinni við brjóstakrabbamein. Þórdísi fannst það þó liggja í þögninni að þau væru bæði að hugsa um það. Þórdís ákvað samt að flytja fyrirlesturinn.

„Ég þurrkaði burt tárin, farðaði tárbólgið andlitið og ákvað að núna væri ótímabært að fá taugaáfall, eða hugsa til þess hvernig ég færi nú að því að segja sjö ára syni mínum að móðir hans gæti mögulega ekki séð hann verða að manni. Núna væri heldur tíminn kominn til að skilja eitthvað eftir mig, eitthvað sem hann gæti munað eftir og verið stoltur af.  Svo ég gekk upp á sviðið og flutti TED fyrirlestur minn, standandi við hliðina á manninum sem nauðgaði mér þegar ég var 16 ára.  Þeir 5,3 milljón einstaklingar sem hafa horft á fyrirlesturinn telja líklega að þeir hafi séð mig á minni berskjölduðustu stund. Ef þeir aðeins vissu.“

Fimm vikum síðar fór Þórdís í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Til allrar hamingju reyndist það góðkynja.

„Ég er ein þeirra heppnu. Ég deili þessu með ykkur því október er helgaður brjóstakrabbameini og vegna þess að þú ert líklegri til að verða heppin eins og ég ef þú finnur meinið snemma. Svo með ást minni ég ykkur að skoða brjóstin. Í sameiningu getum við þetta.“

 

View this post on Instagram

I stopped breathing when my doc told me over the phone that the lump in my breast was not a simple fibrocyst, that it was growing on my axillary lymph nodes & that the cells in it were rapidly changing – all of which pointed to breast cancer. I hung up & met my own eyes in mirror. No no no no it can't be, it simply can't be, not this, not now. I have to keep it together, there's an audience of 1250 waiting for me with an additional 25.000 on live stream. How the fuck do I calm my nerves & regain my focus!? Think, think, think, think, CALL DAD, of course! He's one of the best ever breast cancer surgeons & he's never once in my life been worried for my health! He'll tell me it's nothing to get worked up over!!! Sitting in my hotel bathroom in San Francisco, I call my father with trembling hands, delivering the news. His reply sends me over the edge, when he tells me in a somber voice: "Honey, from this point on, we're just going to have to take it one day at a time." I burst into tears. "But that's what you tell sick people!" I exclaim, gutted by his betrayal. Neither one of us mentions the fact that my family has the deadly BRCA gene & that breast cancer has killed 3 of our women, but the silence between us is laced with it. I dry my tears, powder my puffy face & decide that now is not the time to have a nervous breakdown, or plan how to tell my 7 y old son I might not be there to see him grow up. Now is the time to leave something behind, for him to remember me by & be proud of. So I walk onto the stage and I deliver my TED talk, standing next to the man who raped me when I was 16. The 5.3 million people who've seen it probably think they've seen me at my most vulnerable. Little did they know.😉 Five agonizing weeks after coming home from SF, I had surgery to remove a tumor that – much to our relief – turned out to be benign (I had a rare condition called tubular adenoma). I'm one of the lucky ones. I'm telling you this because October is Breast Cancer Awareness month, and you're more likely to get lucky too if you discover any abnormality at an early stage. So here's a loving reminder to #checkyourboobies. Together, we got this.💪💗 #fuckcancer

A post shared by Thordis Elva (@thordiselva) on

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvar eru Love Island pörin í dag?

Hvar eru Love Island pörin í dag?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.