Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Bleikt

Harry og Meghan íhuga að flytja til Kanada

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 10. október 2019 12:07

Meghan og Harry með Archie litla, frumburð sinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins og hertogaynjan Meghan Markle íhuga nú að flytja til Kanada og setjast þar að. Þetta fullyrðir heimildarmaður tímaritsins Us Weekly.

„Meghan og Harry hafa íhugað að flytja til Kanada þar sem það er hluti af Breska samveldinu,“ segir heimildarmaðurinn.

Meghan myndi una sér vel í Kanada og mætti nánast ganga svo langt að segja að hún myndi snúa aftur á heimaslóðir, en hún bjó í Toronto um árabil þegar hún lék í þáttunum Suits, sem eru teknir upp í borginni. Heimildarmaður Us Weekly segir að Meghan og Harry líti svo á að þau myndu setjast að í Kanada til frambúðar ef þau ákveða að flytja.

Harry og Meghan eiga saman soninn Archie, sem er fimm mánaða gamall, og búa á Frogmore-sveitasetrinu í Windsor á Englandi. Heimildarmaðurinn segir að hjónunum líði vel í sveitasælunni, mun betur en ef þau myndu búa í London. Meghan er sérstaklega ánægð í Windsor.

„Hún elskar að búa í Windsor,“ segir heimildarmaðurinn. „Það er auðveldara að fá vini í heimsókn og hún fær ekki innlokunarkennd líkt og í Kensington-höll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tom Felton bölvar öldrunarbreytingum í Draco búning

Tom Felton bölvar öldrunarbreytingum í Draco búning
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Foreldrar hrekkja börnin sín fyrir Jimmy Kimmel – Sjáðu myndbandið

Foreldrar hrekkja börnin sín fyrir Jimmy Kimmel – Sjáðu myndbandið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Móðir Magnúsar þakkaði kennaranum í jarðarför hans: „Þetta skipti hann máli“

Móðir Magnúsar þakkaði kennaranum í jarðarför hans: „Þetta skipti hann máli“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Er þetta versta pikköpp lína í heimi? – „Hey, varstu búin að heyra um afa minn?“

Er þetta versta pikköpp lína í heimi? – „Hey, varstu búin að heyra um afa minn?“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Jenna Jameson opnar sig um fíknivandann – Var háð OxyContin: „Ég vissi að ég væri að fara að deyja“

Jenna Jameson opnar sig um fíknivandann – Var háð OxyContin: „Ég vissi að ég væri að fara að deyja“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sandra Birna tók baðherbergið í gegn: „Þessi breyting munar svo miklu“ – Sjáðu myndirnar

Sandra Birna tók baðherbergið í gegn: „Þessi breyting munar svo miklu“ – Sjáðu myndirnar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.