fbpx
Miðvikudagur 16.október 2019  |
Bleikt

Kylie Jenner opnar sig í fyrsta skipti um framhjáhaldsskandallinn: „Hún fokkaði upp“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 24. maí 2019 09:00

Jordyn Woods, Kylie Jenner og Tristan Thompson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru komnir þrír mánuðir síðan enn annar framhjáhaldsskandallinn skók Kardashian-Jenner fjölskylduna.

Í febrúar hætti Khloé Kardashian með barnsföður sínum, Tristan Thompson, eftir að upp komst um framhjáhald hans með Jordyn Woods.

Jordyn Woods hefur lengi verið náinn fjölskylduvinur og besta vinkona Kylie Jenner. Hún bjó hjá Kylie en flutti út í kjölfar skandalsins.

Sjá einnig: Kylie Jenner niðurbrotin vegna framhjáhalds Tristan: Hélt fram hjá með fjölskylduvin

Þetta var ekki í fyrsta sinn að Tristan hélt framhjá Khloé en var þetta einstaklega sárt þar sem Khloé þekkti Jordyn mjög vel og taldi hana hluta af fjölskyldunni.

Kylie Jenner var einnig mjög niðurbrotin yfir málinu, en hún og Jordyn höfðu verið bestu vinkonur í rúmlega áratug. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið hingað til en í nýrri stiklu fyrir Keeping Up With The Kardashian fáum við loks að skyggnast meira inn í eftirleika framhjáhaldsins.

„Ég veit ekki einu sinni hvort ég ætti að segja þér þetta,“ segir Larsa Pippen í símanum við Kim Kardashian.

„Fótleggir hennar voru á milli hans.“

Síðan er klippt á Khloé brotna niður og segja: „Ég er svo niðurbrotin út af svo mörgu.“

„Þetta á eftir að breyta sambandinu þeirra að eilífu,“ segir Kris Jenner og segir svo við Kylie: „Fyrir þig og Jordyn er þetta eins og skilnaður.“

„Hún fokkaði upp,“ sagði Kylie Jenner. Hún segir ekki meira um málið í stiklunni en segir við systur sína: „Þú veist að ég elska þig.“

Við bíðum spennt eftir næstu þáttum af Keeping Up With The Kardashian og fáum vonandi að vita meira um hvað Kylie finnst um þetta allt saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“

Markmiðasetning Camillu – Fer engar krókaleiðir: „Ég ætla ekki að lifa í stanslausum slag“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum

Sjáðu hvernig kynlífsklúbbur fræga fólksins lítur út: Orgíur algengar og fólk skiptist á mökum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar

Katrín hefur misst 70 kíló: „Ég horfi bara á Netflix og passa mataræðið“ – Nefnir lykilráð sem svínvirkar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Svona tókst Ásu Huldu að stækka á sér rassinn – Ótrúlegur munur á einu ári

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.