fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025

Sylvía Haukdal var orðin 112 kíló og hætt að geta leikið sér við dætur sínar

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 16. maí 2019 11:00

Sylvía Haukdal. Mynd: Skjáskot/Vísir.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sylvía Haukdal var orðin 112 kíló og hætt að geta leikið sér við stelpurnar sínar þegar hún ákvað að fara í magaermi. Hún segir frá sögu sinni í Ísland í dag.

Sylvía Haukdal er 31 árs gömul, menntaður eftirréttakokkur og tveggja barna móðir. Hún ákvað að taka sig á þegar hún var orðin 112 kíló og hætt að geta leikið sér við dætur sínar að eigin sögn.

„Ég var náttúrlega orðin rosalega þung eftir að ég átti [dóttur mína].  Þegar ég var orðin 112 kíló og dóttir mín var farin að segja að hún vildi vera stór eins og mamma og fannst mamma náttúrlega bara flottust, þá var ég eiginlega slegin í andlitið, að ég væri kannski ekki besta fyrirmyndin í því ástandi sem ég var þá. Bæði líkamlega og andlega,“ segir Sylvía í Ísland í dag

„Ég vildi geta leikið við börnin og gert allt með þeim og þú átt að vera þessi heilbrigða fyrirmynd fyrir þau og þá fékk ég tuskuna í andliti; jæja nei nú verð ég að gera eitthvað. Ég enda bara ekki á góðum stað ef ég held þessu áfram.“

Sylvía segir að hún hafi alltaf verið þung en komst fyrst í þriggja stafa tölu eftir meðgöngu. „Hægt og rólega kom þetta bara [í fæðingarorlofinu]. Maður var bara alltaf heima og ekkert að hugsa um hvað maður borðaði. Mér leið kannski ekkert rosalega vel,“ segir Sylvía og bætir við að hún hafi fengið meðgönguþunglyndi.

Sylvía segist hafa prófað alla megrunarkúra sem völ var á án árangur og hafi hugsað sér að reyna aftur þegar hún fór að spá í magaermi. Hún segir að bekkjasystir hennar hafi farið í aðgerðina og það hafi opnað augu hennar.

„Ég sá bara hvað henni leið vel, hvað hún leit vel út og hún einhvern veginn gjörbreyttist. Þá fattaði ég, kveikti á perunni, að þetta gæti hentað mér að fara í magaermi,“ segir Sylvía.

Sylvía fór í magaermi í Svíþjóð og hefur misst 40 kíló hálfu ári síðar.

Horfðu á viðtalið í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hringtenging við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli

Hringtenging við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að þetta sé „íslenska leiðin“ til að bjóða stelpu á stefnumót – „Hún er þess virði ef hún lifir þetta af“

Segir að þetta sé „íslenska leiðin“ til að bjóða stelpu á stefnumót – „Hún er þess virði ef hún lifir þetta af“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.