fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Rétta vikan fyrir bónorð – Nýr heimur opnast í svefnherberginu

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 12. maí 2019 22:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 13. til 19. maí

stjornuspa

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Það er svolítið neikvæð stemning á vinnustaðnum þínum. Bæði er ofboðslega mikið að gera, eiginlega alltof mikið, og svo eru vissir aðilar innan vinnustaðarins sem draga niður stemninguna verulega. Þú verður var við baktal sem þér er mjög illa við og tekur það á þig að reyna að bregða þér í hlutverk sáttasemjara. Farðu varlega í það.

Í stjörnunum þínum, elsku hrútur, er barn. Annað hvort átt þú von á barni eða einhver nákominn þér. Þetta barn er ofboðslega velkomið í þennan heim og mikill gleðigjafi.

Í raun einkennir ljómi, hamingja og jákvæðni þitt einkalíf og einhverjar stórar framkvæmdir eða breytingar í vændum, þó ekki tengt fyrrnefndu barni. Sumarið verður því tekið í stórar ákvarðanir og mikilvægar breytingar fyrir þig og þína.

Lukkudagur: Miðvikudagur
Happatölur: 3, 25, 40

stjornuspa

Naut

20. apríl – 20. maí

Þú færð frábært tækifæri tengt vinnunni upp í hendurnar í þessari viku. Þú skalt grípa þessa gæs því hún er mjög góð og á eftir að opna fyrir þér margar dyr. Þér er treyst fyrir mikilvægum málum í vinnunni og það eykur sjálfstraustið.

Í einkalífinu kemur fjárfesting í bakið á þér. Þetta er ekkert endilega stór fjárfesting en hún tengist einhverjum sem stendur þér nærri og þetta mál veldur þér ama. Hugsanleg vinslit. En stundum er gott að sjá hverjir eru vinir þínir í raun og veru.

Ástarmálin eru hins vegar í miklum blóma. Þú skalt nýta hverja mínútu með fjölskyldu þinni og í lok vikunnar gerið þið eitthvað ótrúlega skemmtilegt saman sem á eftir að færa ykkur nær hverju öðru.

Lukkudagur: Föstudagur
Happatölur: 2, 16, 58

stjornuspa

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Þú ert búinn að ganga í gegnum afskaplega erfiða tíma undanfarið. Einkalíf þitt er í molum ef þú ert lofaður tvíburi. Það er búið að ganga ýmislegt á og þú ert þreyttur. Mjög þreyttur. En það er alltaf ljós í enda ganganna. Ekki gefast upp á ástinni því ef þú hugsar þetta til enda gerir þú þér grein fyrir að þú tapar meiru en þú græðir ef þú nærð að laga það sem er brotið.

Vegna þessa hvirfilbyls í einkalífinu hefur þú verið hálf orkulaus en í þessari viku færðu mikla orkuinnspýtingu og ert allt önnur manneskja. Þú ferð meira út á meðal fólks og nærir sjálfan þig meira.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 11, 20, 94

stjornuspa

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Þvílík vika fyrir krabbann! Þú ert fullur af lífi og fjöri. Hamingjan og sjálfsöryggið geislar af þér og þú ert hrókur alls fagnaðar. Ég sé peninga í stjörnunum þínum, sem er nú aldrei leiðinlegt. Passaðu þennan pening, þó lítill sé, vel og hugsaðu vel og vandlega hvað þú vilt eyða honum í.

Þú þarft að fara í rosalega mörg teiti og uppákomur í vikunni, bæði tengt vinnunni og einkalífi. Það er því mikið stuð í vikunni og sumarið greinilega komið í hjarta þínu.

Svo er krabbinn alvarlega að hugsa um hjónaband. Er þetta hugsanlega rétta vikan fyrir bónorð? Það gæti bara vel verið!

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 4, 37, 38

stjornuspa

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Þú veist eiginlega ekkert í hvorn fótinn þú átt að stíga í byrjun vikunnar. Einhver nákominn þér svíkur þig á svo hræðilegan hátt að þú átt ekki til orð. Þitt hjarta er nefnilega svo hreint, elsku ljón, að það kemur þér ávallt á óvart hve illt fólk getur verið. Leitaðu til góðs vinar og fáðu að létta af þér – þá líður þér þúsund sinnum betur.

Seinnipartur vikunnar er betri. Þú endurmetur lífið. Endurmetur þína stöðu innan vinahóps, ástarsambands, fjölskyldunnar, vinnunnar. Það gerir þig sjálfsöruggari og þú einblínir betur á það sem þú vilt virkilega út úr lífinu.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 1, 6, 99

stjornuspa

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Vikan byrjar á góðum nótum. Þú færð nokkur tækifæri í vinnunni sem eiga eftir að skila þér góðu ef litið er til langtíma, þó þú sjáir það kannski ekki strax. Svo sé ég frídag í stjörnunum. Kærkominn frídag sem gefur þér rými til að velta fyrir þér þessum tækifærum og hvað þú vilt fá út úr þeim.

Um miðbik vikunnar finnurðu hins vegar fyrir miklum skapsveiflum. Það er eitthvað óöryggi innra með þér sem brýst út í vondu skapi og fólkið í kringum þig er farið að taka eftir því. Þú þarft að huga betur að þér sjálfri, meyjan mín, og finna rót vandans – rót þessa óöryggis.

Í lok vikunnar verður svo bara stuð, stuð, stuð og aftur stuð. Ertu nokkuð Eurovision-aðdáandi? Tja, það verður allavega bullandi gleði um helgina!

Lukkudagur: Laugardagur
Happatölur: 7, 19, 66

stjornuspa

Vog

23. september – 22. október

Virkilega góð byrjun á þessari viku, kæra vog. Betri byrjun en í langan tíma. Þeir sem eru í föstu starfi finna fyrir meiri einungu og betri stemningu á vinnustað, sem gerir það að verkum að vinnan verður léttari. Þeir sem eru í atvinnuleit fá frábært atvinnutilboð sem er eiginlega ekki hægt að segja nei við.

Svo berast þér einhverjar stórkostlegar fréttir og þá er eins og þungu fargi sé af þér létt. Þú stendur einnig frammi fyrir nokkrum, erfiðum ákvörðunum, en innri styrkur þinn er svo mikill að þú ferð létt með að fylgja þinni eigin sannfæringu, sterka og flotta vog.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 14, 33, 70

stjornuspa

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Síðasta vika var óttalegt basl hjá sporðdrekanum en þessi vika er talsvert betri. Þú hefur haft ofboðslegar áhyggjur af fjárhagnum, en nú birtir yfir þér og allar fjárhagsáhyggjur hverfa eins og dögg fyrir sólu.

Gamall vinur hefur samband með fréttir sem koma þér í uppnám. Fréttirnar eru ekkert endilega slæmar en þær koma þér í uppnám. Þú veist ekki almennilega hvað þú átt að gera við þessar upplýsingar og fréttirnar í raun afhjúpa þtt eigið gildismat og fordóma. Mjög áhugavert mál.

Í vinnunni gerirðu nokkur klaufaleg mistök sem erfitt er að laga. Þú þarft greinilega að taka þér smá frí. Það er ekki gott að hafa alltof mikið að gera í alltof langan tíma. Mundu það.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 8, 47, 90

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Nú þarft þú að hlusta á líkamann, kæri bogmaður. Ekki hundsa viðvörunarbjöllurnar heldur leitaðu til læknis og fáðu botn í það af hverju þú ert búinn að vera svona slappur undanfarið. Þetta er ekkert alvarlegt, en það gæti orðið það ef þú heldur áfram að láta eins og ekkert sé.

Einhverjar deilur hafa verið áberandi í þínu lífi undanfarið. Deilur við einhverja sem standa þér nærri út af tilteknu máli þar sem peningar eru í spilinu. Í þessari viku leysist þetta allt og þér líður eins og þú sért loksins frjáls.

Lukkudagur: Sunnudagur
Happatölur: 18, 22, 41

stjornuspa

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Þú ert voðalega einmana elsku steingeitin mín, þrátt fyrir að þú sért vinamörg og hvers manns hugljúfi. Það vantar eitthvað í lífið. Þú vilt komast út úr þessu ástandi og skipuleggur skemmtilega ferð til útlanda sem á eftir að koma þér á óvart.

Það er svo sem ekkert nýtt að þú sért vel liðin í vinnunni, en í þessari viku færðu endanlega staðfestingu á því að þú sért ómissandi. Hvort sem það stöðuhækkun, kauphækkun eða falleg gjöf – eitthvað verður til þess að gleðja þig á vinnustaðnum.

Lofaðar steingeitur hafa átt í erfiðleikum í hjónabandi og reyna eins og þær geta að leysa úr þeim vanda. Hugsanlega er það ekki hægt, en steingeitur hætta aldrei að reyna.

Lukkudagur: Þriðjudagur
Happatölur: 13, 39, 52

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Jemundur minn, ástarlífið er algjörlega frábært hjá vatnsberanum! Þú kynnist nýjum aðila sem lætur þér líða eins og táningi á ný! Það opnast fyrir þér nýr heimur í kynlífinu og þú trúir því ekki að þú hafir aldrei hlustað nógu vel á líkamann þinn fyrr. Njóttu þess og vertu duglegur að tala um hvað þú vilt og hvað þú vilt alls ekki. Hvað er gott og hvað er vont. Það er mikilvægt.

Þessi sæluvíma veldur því að vinnan verður léttari. Þú virðist geta bundið enda á erfiðustu þrætumál, klárað flóknustu verkefni og náð sáttum á milli þrjóskustu vinnufélaga. Það leikur allt í höndunum á þér.

Lukkudagur: Fimmtudagur
Happatölur: 14, 27, 44

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Það ríkir mikill friður í hjarta þínu. Þú ert sáttur við lífið, tilveruna, ástina, vinnuna – bara allt. Það er svo dásamleg tilfinning.

En oft er það þannig að þegar að einum líður vel vilja aðrir ná honum niður á jörðina aftur. Vertu því viðbúinn að einhver vinnufélagi reyni að lækka í þér rostann og jafnvel skemma fyrir þér stórkostlegt tækifæri. Ekki treysta öllu sem fólk segir.

Góður vinur kemur til þín með það sem virðist vera frábært tækifæri sem þarfnast þinnar fjárfestingar. Ekki er allt sem sýnist og taktu þér góðan tíma í að taka þessa stóru ákvörðun.

Lukkudagur: Mánudagur
Happatölur: 16, 20, 67

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Britney Spears í bikiníi með hennahúðflúr – heimtar athygli!

Britney Spears í bikiníi með hennahúðflúr – heimtar athygli!
Bleikt
Fyrir 1 viku

Segist stunda kynlíf með draug

Segist stunda kynlíf með draug
Bleikt
Fyrir 1 viku

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heimahárlitun er nýjasta tómstundargaman stjarnanna – Kandífloss og My Little Pony!

Heimahárlitun er nýjasta tómstundargaman stjarnanna – Kandífloss og My Little Pony!
Bleikt
Fyrir 1 viku

Padma Lakshmi borðar 7000 kaloríur á dag í Top Chef – Draumur matgæðingsins

Padma Lakshmi borðar 7000 kaloríur á dag í Top Chef – Draumur matgæðingsins

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.