fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025

Friðrik Dór flytur frá Íslandi – opnaði sig einnig um baráttuna við aukakílóin – „Var orðinn ógeðslega þungur“

Óðinn Svan Óðinsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 10:28

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson opnaði sig um baráttuna við aukakílóin í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Í spjalli við stjórnendur þáttarins, þá Kjartan Atla og Hjörvar fór Friðrik um víðan völl en hann mun flytja til útlanda á næsta ári. Þar ætlar hann að læra innanhús arkítekt.

Friðrik hefur verið duglegur í ræktinni að undanförnu og segist aðspurður vera búinn að koma sér í rosalegt stand. „Ég var að sjá töluna sjö sem fremstu tölu á vigtinni í fyrsta skipti síðan árið 2010,“ segir Friðrik.

Hann segir ástandið hafa verið verst í kringum síðustu áramót. „Ég var farinn að gæla við þriggja stafa tölu og orðinn 97 kíló. Ég var orðinn ógeðslega þungur,“ bætti Friðrik við en hann hefur undanfarna mánuði verið duglegur að lyfta með bróðir sínum.

„Við erum með lyftingafélagið Hrikinn. Það er svona lífstílsfélag, við spilum golf, lyftum lóðum og styðjum hvorn annan í lífsins ólgu sjó,“ Friðrik.

Í viðtalinu kom einnig fram að tónleikarnir í haust verði þeir síðustu í smá tíma en Friðrik stefnir á að flytja erlendis og setjast á skólabekk á næsta ári. Friðrik hafði áður stefnt á nám í innanhús arkítekt en frestaði því vegna tónlistarinnar. Þá er Friðrik með gráðu í viðskiptafræði en kveðst hafa lokið því námi fyrir móður sína. Meðfram tónleikunum mun Friðrik gefa út sína þriðju breiðskífu. Sú plata er væntanleg tæpri viku fyrir tónleikana sem verða í Kaplakrika þann 12. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.