Þú skapar eftirsóknarvert umhverfi með hlýju þinni, umhyggju og aðhaldi. Án erfiða ýtir þú undir eigin vellíðan og ekki síður þeirra sem fá að njóta nærveru þinnar. Öryggi, ást, gifting og barnsburður eru einkunnarorðin hér.
Hér ríkir vellíðan í ástarsambandi þar sem kærleiki, heiðarleiki og hrein vinátta ríkir. Þú ert skilningsrík og gefandi manneskja sem nýtur þess að vera meðal ástvina.
Því nánari böndum sem þú tengist náttúrunni því betra verður samband þitt við eigið sjálf og hinn ótakmarkaða sköpunarmátt tilverunnar.