fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Unglingahópur réðst á mann til að geta birt ofbeldismyndband á samfélagsmiðlum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. apríl 2025 21:00

Frá Gran Canaria.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur unglinga réðst á 49 ára gamlan mann í íbúðahverfi á Gran Canaria á sunnudagsmorgun. Íbúi í hverfinu blandaði sér í átökin og við það kom upplausn í unglingahópinn. Segir maðurinn sem greip inn í að unglingarnir hefðu mögulega getað drepið árásarþolann ef atferli þeirra hefði ekki verið stöðvað.

Canarian Weekly greinir frá þessu.

Hópur íbúa í hverfinu fundu manninn þungt haldinn eftir að unglingahópurinn hafði yfirgefið vettvanginn. Maðurinn skýrði þeim frá því að unglingarnir hafi byrjað á því að áreita hann með orðum. Er hann sneri sér að þeim var hann kýldur í andlitið. Hann var síðan dreginn um 100 metra og sparkað og kýlt í hann á leiðinni. Maðurinn var með slæma áverka víða um líkamann og á höfði og auga.

Einn árásarmannanna er 15 ára og var handtekinn á vettvangi. Hann er sagður hafa játað að árásin hafi verið skipulögð með það í huga að birta myndskeið af henni á netinu. „Þetta er að trenda núna,“ sagði hann.

Aðrir sem tóku þátt i árásinni hafa enn ekki verið handteknir en lögreglan vinnur höfðum höndum að því að klófesta alla árásamennina. Atvikið vekur upp spurningar um óæskileg áhrif samfélagsmiðla á ungmenni og þá sjúklegu háttsemi að birta ofbeldisefni á netinu til að vekja á sér athygli.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur