fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Fyrst glöddust Rússar yfir tollum Trump – Síðan rann alvarleikinn upp fyrir Kremlverjum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 03:11

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur ekki lagt neina tolla á Rússland í alþjóðlegri tollaálagningu sinni. Rússneskir ráðamenn glöddust mjög yfir tollunum í fyrstu en ekki leið á löngu þar til þeir fylltust áhyggjum yfir alvarleika málsins.

Það vakti auðvitað athygli þegar Trump hóf tollastríð sitt að Rússland var undanþegið tollum með öllu á sama tíma og fjöldi annarra landa fékk toll á sig. Meira að segja eyjan Heard Island, sem er óbyggð eyja nærri Suðurskautslandinu lenti á tollalista Trump.

Rússneskir ráðamenn skemmtu sér vel yfir því að Trump lagði tolla á gömul og traust bandalagsríki Bandaríkjanna í Ameríku , Evrópu og Asíu á sama tíma og Rússland, sem hefur áratugum saman verið einn helsti andstæðingur Bandaríkjanna, slapp alveg.

„Látið storminn bara styrkjast,“ sagði Sergei Markov, stjórnmálaskýrandi, sem er í góðum tengslum við Kremlverja og bætti við: „Látið þessa heimsskipun bara hrynja saman. Með því missa Vesturlönd yfirburðastöðu sína. Þannig hugsa margir Rússar.“

En þegar mikið hrun varð á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í kjölfar tollatilkynninga Trump fóru sumir áhrifamenn í Kreml að viðra áhyggjur sínar og bentu á að Rússland væri alls ekki ónæmt fyrir áhrifum tollanna og í raun væri landið kannski í erfiðri stöðu ef alþjóðahagkerfið brotlendir.

Alþjóðahagkerfið stendur frammi fyrir miklum breytingum vegna tolla Trump og það mun hafa áhrif á Rússa. Þeir selja meira til útlanda en þeir kaupa erlendis frá og mikilvægasta útflutningsvara þeirra, hráolía, er mjög viðkvæm fyrir áhrifum hnignunar á alþjóðahagkerfinu.

Kremlverjar hafa nú þegar fengið forsmekkinn af áhrifunum á olíuútflutninginn því  ein tunna af rússneskri olíu, skipað út í Eystrasalti, var nýlega komin niður í 53 dollara og hafði verðið þá lækkað um 10 dollara síðan í byrjun apríl. Rússar flytja rúmlega 2 milljónir tunna af olíu úr landi á dag.

Ef verðið lækkar meira mun það hafa mikil áhrif á rússneskt efnahagslíf. Sérstaklega í ljósi þess að þriðja hver rúbla, sem ríkið fær í skattgreiðslur, kemur frá útflutning á orku á borð við olíu. Í fjárlögum ársins er gengið út frá því að tunnan seljist á 70 dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu