fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Pressan
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Tanzi, 48 ára fangi á dauðadeild í Flórída, var tekinn af lífi í gærkvöldi, 25 árum eftir að hann myrti hina 49 ára Janet Acosta.

Janet var starfsmaður bandaríska dagblaðsins Miami Herald og var hún að snæða hádegisverð í bíl sínum þegar Michael kom aðvífandi og spurði hana hvort hún ætti sígarettu. Augnabliki síðar réðst hann á hana með ofbeldi áður en hann batt hana og ók svo á brott með hana.

Við tók fjögurra klukkustunda martröð þar sem Michael nauðgaði Janet áður en hann myrti hana. Lögregla hafði hendur í hári Michaels og var það hann sem benti lögreglu á hvar hann hafði falið líkið. Við yfirheyrslur hjá lögreglu játaði hann á sig annað morð árið áður en ekki var réttað yfir honum vegna þess.

Michael gafst kostur á að tjá sig áður en banvænni lyfjablöndu var dælt í æðar hans og notaði hann tímann til að biðja aðstandendur Janet afsökunar á gjörðum sínum.

Lögmenn hans höfðu farið fram á að aftökunni yrði frestað eða henni aflýst í ljósi þess að Michel glímdi við mikla ofþyngd. Þeirri beiðni var hafnað og í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að aftakan hafi gengið snurðulaust fyrir sig og var hann úrskurðaður látinn klukkan 18:12 að bandarískum tíma í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa