Eftir sigur Arsenal á Real Madrid í gær varð ljóst að England hlýtur aukasæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.
England fær alltaf fjögur sæti en gat bætt við einu sæti með góðum árangri enskra liða í Evrópu og hefur það nú tekist.
Arsenal vann Real Madrid 3-0 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum í gær og þá er Aston Villa einnig komið á þetta stig keppninnar.
Manchester United og Tottenham eru þá að gera vel í Evrópudeildinni og Chelsea í Sambandsdeildinni.