fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Fékk greitt fyrir að gera við glugga en mætti aldrei

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 11:30

Málið snerist um myglu sem hafði myndast út frá leka í glugga. Myndin úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað eiganda fasteignar, sem er kona, í vil í deilumáli hennar við ónefndan iðnaðarmann. Iðnaðarmaðurinn hafði gert konunni tilboð í viðgerð á glugga í eigninni. Hafði konan greitt hluta upphæðarinnar fyrir fram en iðnaðarmaðurinn mætti aldrei á staðinn til að hefja verkið og krafðist þá konan endurgreiðslu.

Konan sneri sér til nefndarinnar í október á síðasta ári en upphæðin sem hún krafðist var 150.000 krónur. Engin gögn eða andsvör bárust frá iðnaðarmanninum.

Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að iðnaðarmaðurinn gerði konunni tilboð í verk sem fól í sér viðgerð á tveimur opnanlegum fögum og útskipti á gleri í glugganum. Tilboðið nam alls 375.000 krónum. Miðaðist það við að 40 prósent staðfestingargjald skyldi greitt við samþykki. Konan samþykkti tilboðið í maí 2024 og greiddi staðfestingargjaldið, alls 150.000 krónur, með tveimur millifærslum inn á reikning iðnaðarmannsins. Sömdu málsaðilar um að iðnaðarmaðurinn myndi mæta og taka endanleg mál af gluggum í fasteigninni um miðjan júní 2024. Upplýsti iðnaðarmaðurinn konuna um að gler í gluggann yrði tilbúið fljótlega í kjölfarið.

Sagði aldrei af eða á

Í kjölfarið áttu þeir í reglulegum samskiptum í gegnum tölvupóst. Í þessum samskiptum ítrekaði konan ósk sína um að iðnaðarmaðurinn myndi hefja verkið, enda láku gluggar í fasteigninni, eða endurgreiða henni staðfestingargjaldið. Í þessum samskiptum lofaði iðnaðarmaðurinn ýmist að hefja verkið eða endurgreiða konunni. Í október 2024 fékk konan loks nóg en þá voru fjórir mánuðir liðnir frá því að hún samþykkti tilboðið. Tilkynnti hún iðnaðarmanninum að hún myndi ekki sætta sig við frekari tafir á því að verkið hæfist og krafðist endurgreiðslu á umræddum 150.000 krónum.

Í niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa kemur fram að gögn málsins sýni fram á að konan hafi ítrekað margsinnis ósk sína um að iðnaðarmaðurinn hæfi verkið. Í mars 2025 hafi, samkvæmt upplýsingum frá konunni, hann ekki enn hafist handa og heldur ekki endurgreitt henni. Þar af leiðandi hafi orðið dráttur á því að þjónustunni væri lokið, í skilningi laga um þjónustukaup. Líta verði á kröfu konunnar um endurgreiðslu sem yfirlýsingu um riftun á samningi, í skilningi laganna. Með vísan til ákvæðis laganna verði talið að konunni sé heimilt að rifta samningnum og krefjast endurgreiðslu. Þyki ljóst af samskiptum málsaðila að dráttur á þjónustu iðnaðarmannsins skipti konuna verulegu máli þar sem brýnt hafi verið að gera nauðsynlegar breytingar á gluggum í fasteigninni og iðnaðarmanninum hafi verið það ljóst.

Niðurstaða nefndarinnar er því sú að iðnaðarmaðurinn hafi á engan hátt efnt samning sinn við konuna og því beri honum að endurgreiða henni umræddar 150.000 krónur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga