fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fréttir

Trump tilkynnir um tolla á innflutning – „Dagur frelsunar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 20:26

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur núna ræðu í Rósagarðinum í Hvíta húsinu í Washington þar sem hann tilkynnir um tolla á innfluttum vörum.

„Þetta er dagur frelsunar og dagurinn þegar bandarískur iðnaður endurfæddist,“ sagði forsetinn í byrjun ræðunnar. „Við áttum amerískan draum sem við heyrum ekki mikið um núna.“ Sagði hann að bandarískir verkamenn og iðnaðarmenn hafi verið arðrændir en nú sé því lokið.

„Einn mikilvægasti dagurinn í sögu Bandaríkjanna, dagur þar sem efnahagslegu sjálfstæði Bandaríkjanna er lýst yfir,“ sagði Trump. Hann sagði að bæði fjandmenn og vinaþjóðir hefðu beitt Bandaríkin órétti með ofurtollum. „Í mörgum tilvikum er vinurinn verri en fjandmaðurinn.“

Trump hefur nú tilkynnt að 25% tollur verði lagður á alla innflutta bíla.

Trump segir ennfremur að vörur frá Evrópusambandinu fái á sig 20% toll.

Hins vegar fær Bretland aðeins á sig 10% toll.

Japan fær á sig 24% toll, Suður-Kórea 25%, Víetnam 46% og Swiss 31%. 

Lagður verður að minnsta kosti 10% tollur á allan innflutning. Þetta þýðir að 10% tollur leggst á innflutning frá Íslandi.

Trump boðaði með þessum tollum upprisu bandarísks iðnaðar og sér fyrir sér að fyrirtæki muni streyma inn til landsins með starfsemi sína, sem aldrei fyrr, meðal annars lyfjafyrirtæki. Enginn tollur verður lagður á vörur frá fyrirtækjum sem eru með starfsemi í Bandaríkjunum.

Fréttinni hefur verið breytt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“

Séra Daníel segir Biblíuna ekki fræðirit um kynvitund – „Notum ekki Biblíuna sem viðmið fyrir læknisfræði í dag“
Fréttir
Í gær

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti