fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 12:30

Frá Akranesi þar sem Skaginn 3X starfaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Vesturlands hefur hafnað kröfum tveggja fyrrum starfsmanna tæknifyrirtækisins Skagans 3X, sem starfaði lengi á Akranesi, en var úrskurðað gjaldþrota á síðasta ári, um að greiðslur til þeirra fyrir yfirvinnu á uppsagnarfresti njóti stöðu í réttindaröð við gjaldþrotaskipti á fyrirtækinu. Kröfum mannanna var hafnað á þeim forsendum að þeir eins og flestir aðrir starfsmenn fyrirtækisins hefðu ekki unnið neitt á uppsagnarfrestinum. Því munu þeir líklega aldrei fá greitt fyrir yfirvinnuna en mennirnir töldu sig eiga rétt á föstum yfirvinnugreiðslum og vísuðu til þess að í störfum sínum fyrir Skagann 3X hefðu þeir alltaf unnið mikla yfirvinnu.

Mennirnir sóttu málið á hendur þrotabúi fyrirtækisins. Þeim var báðum sagt upp störfum við gjaldþrotið en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí 2024 og við tók þriggja mánaða uppsagnarfrestur næstu mánaðamót á eftir en ekki var óskað eftir vinnuframlagi þeirra á þessum þremur mánuðum, enda fyrirtækið gjaldþrota.

Annar þeirra krafðist þess að krafa hans upp á 8,3 milljónir króna nyti stöðu í réttindaröð við gjaldþrotaskiptin. Skiptastjóri vildi að kröfunni yrði hafnað en staðfest yrði ákvörðun hans um að 3,4 milljónir af þessari kröfu mannsins nyti stöðu forgangskröfu við gjaldþrotaskiptin. Maðurinn hafði starfað hjá fyrirtækinu frá 2007 og allt þar til það fór í þrot. Sagðist maðurinn hafa unnið á þessum 17 árum mikla yfirvinnu í hverjum mánuði og það hafi verið í raun verið regla fremur en undantekning að vinna yfirvinnu. Síðustu þrjá mánuðina áður en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota hafi hann unnið 110,7 tíma að meðaltali í yfirvinnu í hverjum mánuði eða sem nemur fimm tímum í yfirvinnu á hverjum virkum degi. Taldi maðurinn sig eiga rétt á greiðslum fyrir jafn langa yfirvinnu á þriggja mánaða uppsagnarfrestinum, eftir að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota, þar sem ljóst væri að hann hefði unnið þá yfirvinnu hefði fyrirtækið ekki orðið gjaldþrota. Skiptastjóri hafnaði því hins vegar að greiða þann hluta kröfu mannsins sem sneri að þessari þriggja mánaða yfirvinnu á þeim forsendum að hún hefði ekki verið unnin.

Sömu kröfur

Hinn maðurinn krafðist þess að krafa hans upp á um 6 milljónir króna nyti stöðu í réttindaröð við gjaldþrotaskiptin. Skiptastjóri hafði samþykkt 3,1 milljón af þeirri upphæð sem forgangskröfu en hafnað afgangnum. Maðurinn hafði uppi svipaðan málflutning og hinn maðurinn. Þessi maður hafði unnið hjá fyrirtækinu frá 2018 og þar til það fór í þrot. Hann hafi alltaf unnið mikla yfirvinnu og síðustu þrjá mánuði áður en félagið var úrskurðað gjaldþrota hafi hann unnið 76,09 tíma í yfirvinnu í hverjum mánuði sem nemi að meðaltali þremur og hálfum tíma í yfirvinnu á hverjum degi. Hann gerði síðan kröfur eins og hinn maðurinn um að fá greitt fyrir yfirvinnu í uppsagnarfrestinum, í samræmi við yfirvinnu síðustu þriggja mánaða þar áður, á þeim grundvelli að hún hefði verið unnin hefði fyrirtækið ekki farið í þrot. Maðurinn vildi eins og hinn maðurinn meina að ráðingarsamband hans við Skagann 3x hefði falið í sér fastar greiðslur fyrir yfirvinnu. Skiptastjóri vísaði kröfunni á bug á sömu forsendum og kröfum hins mannsins, að yfirvinnan sem krafist var greiðslu fyrir hefði aldrei verið unnin.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands í báðum málum segir að í gögnum málsins blasi við að greiðslur til mannanna fyrir yfirvinnu hafi eingöngu farið fram á grundvelli raunverulegrar yfirvinnu og byggt alfarið á stimpilklukku. Engin merki séu um að þeir hafi borið sig eftir því að kjörum þeirra yrði breytt á þann veg að þeir fengju fastar greiðslur fyrir yfirvinnu. Segir dómurinn engin lagaleg rök standa til þess að réttur launþega til launa á uppsagnarfresti aukist þegar til gjaldþrots launagreiðanda kemur. Hafnar dómurinn því að mennirnir eigi lögvarða kröfu til greiðslna fyri fasta yfirvinnu og segir að ekki sé hægt að slá því föstu að þeir hefðu unnið yfirvinnu á þeim tíma sem uppsagnarfresturinn tók til, hefði fyrirtækið ekki farið í þrot.

Kröfum mannanna var því hafnað en sá hluti þeirra sem skiptastjóri hafði áður samþykkt sem forgangskröfur stendur eftir óhaggaður.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“