fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Afhjúpar óhugnanleg tjákn sem unglingar nota á netinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingar birta ýmist tjákn í rafrænum samskiptum á netinu sem fullorðnir skilja flestir ekki. Ber tjákn-notkunin merki um að ungmenni séu að fást við viðfangsefni sem þau hafa engan þroska til eða eru jafnvel ólögleg.

Birgitta Þorsteinsdóttir grunnskólakennari birtir lista yfir fíkniefnatengdanotkun ungmenna í aðsendri grein á Vísir.is. Þar gefur meðal annars að líta þennan lista:

Fíkniefnatengd notkun

Emoji Merking
🍁 Maríjúana
💊 Lyfseðilsskyld lyf (Xanax, Oxycodone)
❄️ Kókaín
🍄 Ofskynjunarsveppir
🔌 Fíkniefnasali (tengiliður)
🚀 Sterk áhrif / eiturlyf með mikinn styrk
🏴‍☠️ Heróín
🐴 Ketamín
🎈 Nitrous Oxide (gleðigas)

Kynferðisleg merking emojis

Emoji Merking
🍆 Karlkyns kynfæri
🍑 Rass
🌮 Kvenkyns kynfæri
👅 Munnmök
💦 Kynferðisleg örvun / fullnæging
🔥 Aðlöðun / kynferðislegt spennandi
🍕 Barnaklám
🌽 Klám

Birgitta segir í grein sinni:

„Við sjáum í samfélaginu í dag að börn verða fyrir áreiti, ofbeldi og hafa aðgengi að óheilbrigðum hugmyndum og samskiptum á netinu. Þau eru orðin ónæm fyrir hlutum sem ættu að vekja viðbrögð. Þau sjá ofbeldi, klám og eiturlyf á netinu, alla daga sem verður til þess að þeim finnst eins og það sé ekkert mál, og eru því orðin ónæm fyrir flest öllu. Því oftar sem þú sérð eitthvað, því minni áhrif hefur það á mann og þú venst því. Hér áður fyrr var maður sjálfur sendur inn í herbergið sitt þegar ofbeldi eða óheilbrigðir hlutir birtust í fréttatímanum, en nú hafa ungmennin okkar aðgengi að þessu alla daga, alltaf. Við vitum ekkert hvernig “algorithmin” þeirra er í tækjunum. Hvað eru þau að sjá? Og erum við að tala við þau um þetta?“

Hvað geta foreldrar gert?

Birgitta segir mikilvægt að foreldrar fylgist með netnotkun barna sinna og viti hvaða forrit þau eru að nota. Mikilvægt sé að ræða opinskátt við börnin og kynna sér persónuverndarstillingar, lokað spjall og hvernig forrit virka. Einnig er mikilvægt að brýna fyrir örnum að senda aldrei eða taka við óviðeigandi myndum.

„Ef barnið þitt notar skammstafanir sem þú þekkir ekki eða er að tala við óþekkta aðila á netinu, ættir þú að skoða það nánar,“ segir Birgitta ennfremur, en greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu