fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 31. mars 2025 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar á Spáni segja nær ómögulegt að Real Madrid kaupi Bruno Fernandes frá Manchester United vegna þess hversu mikið það myndi kosta.

Breska götublaðið Daily Star sagði Real Madrid undirbúa 90 milljóna punda tilboð í fyrirliðann á Old Trafford.

Fernandes er orðinn þrítugur og á rúm tvö ár eftir af samningi sínum við United. Portúgalinn hefur hins vegar verið langbesti leikmaður United á erfiðum tímum undanfarin ár, sérstaklega á þessari leiktíð, og vill því enginn missa hann.

Nú segja spænskir miðlar að Real Madrid myndi aldrei greiða 90 milljónir punda fyrir þrítugan leikmann, þó félagið væri vel til í að taka Fernandes ef hann væri fáanlegur á frjálsri sölu.

Fernandes gekk í raðir United frá Sporting árið 2020 og hefur verið lykilmaður allar götur síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland vann og tryggði efsta sætið

Ísland vann og tryggði efsta sætið