fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Kattaeigendur á Kársnesi uggandi yfir hvarfi fjögurra katta

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. mars 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi á Kársnesi í Kópavogi segir dýravini þar mjög uggandi yfir hvarfi katta á svæðinu. Svo virðist sem minnst fjórir kettir hafi horfið sporlaust þar í marsmánuði. Kettirnir hafa ekki fundist þrátt fyrir mikla leit.

„Þessar fjórar kisur týndust allar af Kársnesinu í mars og mikið er búið að leita. Banka upp á hjá nágrönnum og biðja þá um að kíkja í geymslur og skúra. Fara með miða með upplýsingum og mynd af kisu en þær virðast hafa horfið sporlaust.

Við dýravinir erum mjög uggandi því allt eru þetta heimakærar kisur og mjög ljúfar.“

Svo segir í færslu í Facebook-hópnum Kársnesið okkar. Þar eru einnig birtar myndir af köttunum ásamt nafni eigenda þeirra og götum sem þeir búa í.

„Tígull á heima á Borgarholts- og Kársnesbraut. Eigandi Guðrún Sólveig.

Gómes á heima á Þinghólsbraut. Eigandi Þröstur Spörri og Kristín

Matthildur á heima á Ásbraut. Eigandi Bjarndís.

Góa á heima á Sunnubraut. Eigandi Ingibjörg.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“