fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Þórarinn fékk feitan starfslokasamning: „Þessir verkalýðsrekendur kunna að semja!”

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. mars 2025 08:00

Þórarinn Eyfjörð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Sameykis stéttarfélags gerði starfslokasamning við Þórarin Eyfjörð á síðasta ári um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár.

Þetta gerðist hálfu eftir að hann var endurkjörinn í embætti formanns en hann var kjörinn til þriggja ára og gildir starfslokasamningurinn út kjörtímabilið.

Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi. Í fréttinni er vísað í ársreikning félagssjóðs stéttarfélagsins þar sem fram kemur að heildarskuld starfslokasamningsins sé 68,7 milljónir króna.

Þá er í frétt Vísis rifjað upp að Þórarinn hafi fyrst verið kjörinn formaður í mars 2021 og hann hafi svo verið sjálfkjörinn í embættið árið 2024. Þórarinn lét af störfum í fyrra í kjölfar ásakana um að hann hefði gengið of hart fram gagnvart starfsfólki og þá var ágreiningur uppi á milli hans og stjórnar félagsins um áherslur og stefnu.

Málið hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og Miðflokksins, deilir henni og segir einfaldlega: „Þessir verkalýðsrekendur kunna að semja!”

Undir færslu hans gagnrýna margir umræddan starfslokasamning.

Í frétt Vísis kemur fram að starfslokasamningurinn verði ræddur á aðalfundi Sameykis í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist