fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

RÚV og MAST bæði sýknuð í Brúneggjamálinu – 8 milljónir í málskostnað

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. mars 2025 15:42

Brúnegg fóru á hausinn eftir umfjöllun Kastljóss um slæman aðbúnað árið 2016.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur sýknað RÚV og MAST í máli sem fjárfestingarfélögin Bali og Geysir höfðuðu vegna Brúneggjamálsins svokallaða. Með þessu var dómi Landsréttar í tilfelli MAST snúið við.

Dómur var kveðinn upp í málinu í dag. En Bali og Geysir höfðu krafist skaðabóta vegna umfjöllunar Kastljóss um aðbúnað hænsfugla í búi Brúneggja þann 28. nóvember árið 2016. Í kjölfarið að þættinum hrundi sala fyrirtækisins og það fór í þrot.

Báðar stofnanir voru sýknaðar í héraði en Landsréttur taldi MAST skaðabótaábyrgt vegna afhendingar ákveðinna gagna til RÚV. Þessu sneri Hæstiréttur við í dag.

„Varðandi varakröfu á hendur Matvælastofnun vegna afhendingar stofnunarinnar á gögnum til Ríkisútvarpsins taldi Hæstiréttur umfjöllun stofnunarinnar og athugasemdir við starfsemi Brúneggja ehf. teljast vera gögn sem hefðu haft að geyma upplýsingar sem hefðu átt erindi til almennings. Matvælastofnun hefði því verið skylt að afhenda gögnin á grundvelli upplýsingalaga,“ segir í tilkynningu Hæstaréttar.

Bala og Geysi var gert að greiða MAST 3 milljónir króna og RÚV 5 milljónir í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos