fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Hún er með nýra úr svíni og slær daglega met og vekur vonir margra

Pressan
Þriðjudaginn 25. mars 2025 07:00

Twoana Looney. Mynd: Ms Looney / NYU Langone Health

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru fjórir mánuðir eru liðnir síðan nýra úr svíni var grætt í Towana Looney. Engar aukaverkanir hafa komið upp og Looney er við góða heilsu. Vísindamenn fylgjast náið með henni og heilsu hennar og margir binda miklar vonir við að þetta sé upphafið að byltingu í notkun líffæra úr svínum í fólk.

Rúmlega 100.000 Bandaríkjamenn bíða eftir líffæraígræðslu. Flestir, eða um 90.000, bíða eftir að fá eitt nýra. En vandinn er að aðeins 25.000 eru gefin til ígræðslu árlega. Að meðaltali látast 17 Bandaríkjamenn, sem bíða eftir nýjum líffærum, daglega.

Líffæri eru einnig af skornum skammti annars staðar í heiminum en hugsanlega er lausnin að finna í svínastíum.

Vísindamenn sjá sífellt meiri möguleika á að nota svín til að rækta líffæri fyrir fólk. Nýlega hófst fyrsta klíníska rannsóknin á slíku ferli.

2022 fengu vísindamenn í fyrsta sinn heimild til að græða líffæri úr svínum í sjúklinga sem voru í bráðri lífshættu. Heimildin var víkkuð á síðasta ári þannig að nú má græða hjörtu og nýru úr svínum í sjúklinga sem eru ekki í bráðri lífshættu. New York Times skýrir frá þessu.

Towana Looney, sem er 53 ára, naut góðs af þessu og fékk nýra úr svíni fyrir fjórum mánuðum.

Hún er eina núlifandi manneskjan sem gengur um með líffæri úr svíni. Nýrað var grætt í hana 25. nóvember 2024 og Looney er við góða heilsu og setur heimsmet á hverjum degi.

Gamla metið átti David Bennett, sem fékk hjarta úr svíni 2022. Hann lifði í 60 daga.

Looney var á biðlista eftir nýra því hún gaf móður sinni annað nýra sitt 1999. 2016 byrjaði hitt nýra hennar að gefast upp og þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra efstu á biðlista eftir nýra frá 2017, þá gerðist ekkert. Hún tók því tilboðinu um nýra úr svíni fegins hendi.

„Þegar ég vaknaði eftir aðgerðina, fann ég blóðið streyma frá nýranu og ég sagði læknunum hversu sterkt nýja nýrað mitt er. Mér finnst þetta það besta sem gat komið fyrir mannkynið. Þetta er eins og að senda fólk til tunglsins,“ sagði hún í samtali við American Kidney Fund.

Hún var útskrifuð af sjúkrahúsi 11 dögum eftir aðgerðina. Hún segist hafa endurheimt orkuna og matarlystina og að lífið sé frábært. Þetta sé eins og að hafa fengið nýtt tækifæri í lífinu.

Læknar skoða hana tvisvar í viku og hún gengur með snjallúr sem sendir stöðugt upplýsingar til vísindamannanna sem önnuðust ígræðsluna.  Ekkert hefur komið upp á fram að þessu og það hefur vakið vonir um að hún sé komin yfir erfiðasta hjallann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum