fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Íris Helga sögð hafa eltihrellt allt að níu einstaklinga – Segist sjálf vera þolandinn í málinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. mars 2025 20:30

Íris Helga Jónatansdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Helga Jónatansdóttir, 37 ára gömul kona frá Reykjanesbæ, er í umfjöllun Heimildarinnar í dag sögð vera sú sem ofsótt hefur fjölda manns undanfarin ár. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að minnsta kosti þrír karlmenn hafi kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti og að miðillinn hafi alls rætt við níu einstaklinga sem segja að þeir hafi orðið fyrir barðinu á henni.

Einn þeirra er dagskrárgerðarmaðurinn Garpur Ingi Elísabetarson en frásögn hans af ofbeldinu hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri.

Sjá einnig: Garpur:„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“

Sjálf hefur Íris Helga, sem þar til nýlega starfaði sem kennari, aðra sögu að segja. Í viðtali við Heimildina segist hún þvert á móti sjálf hafa orðið fyrir morðhótunum og ógnvekjandi heimsóknum auk þess sem fólk hafi elt hana inn í verslanir sveitarfélagsins.

Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að Garpur Ingi, Sölvi Guðmundsson og annar ónefndur maður hafi, að eigin sögn, lent sérstaklega illa í Írisi Helgu en allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa átt í ástarsambandi við hana.

Áreitið hefur sérstaklega verið í gegnum nafnlausa reikninga á samfélagsmiðlum og virðist tilgangurinn sérstaklega sá að fæla aðrar konur frá mönnunum, til að mynda með því að vara við Garpi á stefnumótasíðum með nafnlausum færslu. En að auki er áreitið sagt hafa beinst gegn vinum og vandamönnum mannanna, jafnvel börnum.

Rannsókn málsins stendur yfir en í greininni kemur fram að Íris Helga hafi verið kölluð í skýrslutöku vegna málsins. Eins og áður segir heldur hún því fram að málið sé á misskilningi byggt og að hún sé þolandinn í málinu.

Hér er hægt að lesa umfjöllun Heimildarinnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“