fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Odee fær ekki að setja upp meistaraverkefnið sitt – Segir háskólann stunda ritskoðun

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 21. mars 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Odee Friðriksson fær ekki að sýna meistaraverkefnið sitt í háskóla í Noregi. Ástæðan er sú að bakkalárverkefnið hans, „Sorry“ endaði fyrir dómstólum.

Norski ríkismiðillinn NRK greinir frá þessu.

Í nóvember var sett lögbann á bakkalárverkefni Odee af dómstól í Bretlandi. Hafði hann sett upp heimasíðu sem leit út fyrir að vera heimasíða á vegum útgerðarfélagsins Samherja þar sem stóð „Sorry“. En eins og flestir vita þá hefur gustað um útgerðarfélagið vegna ásakana um mútugreiðslur í Namibíu.

Á þeim tíma stóð skólinn hans, Háskólinn í Björgvin í Noregi, þétt við bakið á honum. Birt var yfirlýsing þar sem sagði að tjáningarfrelsið væri hornsteinn frjáls samfélags.

Nú virðist hins vegar sem skólinn hafi snúið við honum baki. Þann 11. apríl næstkomandi sýna 30 útskriftarnemar lokaverkefni sín í sýningarsalnum í Bergen Kunsthall. Odee er þar ekki á meðal.

„Meistaraverkefni mitt fyrir útskriftarsýninguna hefur verið ritskoðað fyrir fram og tekið úr sýningunni,“ segir Odee við NRK.

Vita ekki hvað gerist

Forsvarsmenn Háskólans í Björgvin segja hins vegar aðra sögu og að það sé ástæða fyrir því að verkið fái ekki að vera á sýningunni. Það er að Odee hafi neitað að segja skólanum hvers konar verk hann hyggist setja upp eða um hvað meistararitgerðin sé. Einnig að hann sjálfur hafi sérstaklega beðið um að hann yrði ekki nefndur í kynningartexta fyrir sýninguna.

Odee hefur sagt að hann hyggist búa til veggmynd. 2,2 metra háa og 10 metra langa. En ekki hvað verður á þessari veggmynd.

Sjá einnig:

ODEE safnar styrkjum vegna málaferla Samherja – „Þetta er Davíð gegn Golíat“

„Á veggmyndinni verður þykkur og áberandi texti sem ætlað er að vekja umhugsun og áhuga áhorfenda. Verkið mun ekki valda neinum fyrirséðu heilsutjóni eða áhættu fyrir mig eða aðra,“ sagði Odee.

Vilja ekki ábyrgjast verkið

Að mati háskólans er þetta ekki nægar upplýsingar. Sér í lagi vegna þess að Odee hafi ýjað að því að eitthvað ólöglegt myndi eiga sér stað á sýningunni.

Leiðbeinandi Odee, Frans Jacobi, sendi honum tölvupóst þann 4. mars. Þar stóð að KMD, lista, tónlistar og hönnunardeild háskólans, yrði ekki gerð ábyrg fyrir ólöglegum athöfnum. Deildin þyrfti að fá að vita hvers eðlis verkið yrði áður en það yrði samþykkt. Deildin þyrfti að meta áhættuna af verkinu.

Jacobi talar hins vegar á jákvæðan hátt um ögrandi list Odee. Það er að viðbrögð og dómstólar hafi orðið hluti af listaverki. Deilur Odee og háskólans núna séu mjög áhugaverðar út frá listrænu sjónarmiði séð en að Jacobi sé í erfiðri stöðu.

„Ég veit ekki enn þá hvað verður í meistaraverkefninu og lokaafurðinni,“ sagði leiðbeinandinn. „Ef ég ætla að styðja þig á verð ég að vita hvað það er sem ég er að styðja.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu